Erlent

Danska leyniþjónustan í víðtæku samstarfi við Bandaríkin

Það vakti athygli hve vel fór á með þeim Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra Dana og Barack Obama forseta Bandaríkjanna á minningarathöfn um Nelson Mandela á dögunun. Samband leyniþjónusta landanna virðist einnig vera harla gott.
Það vakti athygli hve vel fór á með þeim Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra Dana og Barack Obama forseta Bandaríkjanna á minningarathöfn um Nelson Mandela á dögunun. Samband leyniþjónusta landanna virðist einnig vera harla gott. Mynd/Getty
Danir hafa aðstoðað bandarískar leyniþjónustur við hleranir í mun meira mæli en áður var vitað. Þetta leiða gögn sem uppljóstrarinn Edward Snowden komst yfir hjá þjóðaröryggisstofnuninni NSA, í ljós.

Raunar hefur hlutverk Dana verið enn stærra en Norðmanna og Svía, en nýlega kom í ljós að Svíar hefðu aðstoðað við njósnir í Rússlandi, og vitnað í sömu skjöl.

Glenn Greenwald, blaðamaðurinn sem unnið hefur fréttir upp úr skjölum Snowdens allt frá byrjun, segir í samtali við sænska ríkisútvarpið að Danir hafi samkvæmt skjölunum verið afar samvinnuþýðir, allt að því auðsveipir, í garð Bandaríkjamanna þegar komi að hlerunarmálum.

Skjölin er varða Danmörku hafa þó ekki enn verið birt, en Greenwald segir að hann og hans aðstoðarmenn vilji vanda sig í hvívetna áður en slík viðkvæm skjöl kom fyrir sjónir almennings.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×