Erlent

Prófessor dæmdur fyrir mútur og spillingu

Hanover
Hanover

Dómstóll í Þýskalandi dæmdi í dag lagaprófessor í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa gefið nemendum sínum betri einkunnir í skiptum fyrir peninga og kynlíf.

Prófessorinn, sem er 53 ára og býr í Hanover, viðurkenndi að hafa þegið alls um 156 þúsund evrur fyrir að hleypa nemendum sem fallið höfðu á prófum í gegn um kúrsinn sinn.

Þá viðurkenndi hann að hafa gefið kvenkyns nemendum betri einkunni í skiptum fyrir kynlíf.

Dómur féll í málinu í gær en alls var prófessorinn dæmdur fyrir 68 ákæruliði um spillingu og mútur.

Áður en dómurinn var kveðinn upp sagði prófesorinn að hann hefði ekki átt fyrir skuldum og því hefði hann leiðst út þessa iðju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×