Erlent

Stjórnarandstaðan sigraði í Zimbabve

Mugabe forseti.
Mugabe forseti.

Nú eru loksins komnar lokatölur í þingkosningunum í Zimbabwe en kosningarnar fóru fram á laugardaginn var. Stjórnarandstöðuflokkur Morgans Tsvangirais fór með sigur af hólmi og hefur nú meirihluta þingsæta á bakvið sig. Enn á eftir að tilkynna um úrslitin í forsetakosningunum sem fram fóru samhliða en Tswvangirai hefur þegar lýst yfir sigri í þeim.

Robert Mugabe forseti hefur hins vegar enn ekki lýst sig sigraðan. MDC flokkurinn hreppti 99 þingsæti en Zanu, flokkur Mugabes 97. Búist er við að ráðgjafar Mugabes hittist á fundi á morgun þar sem ákveðið verður hvort Mugabe taki þátt í aukakosningum en líklegt er talið að þær þurfi til að úrskurða um hver sé forseti.

Samkvæmt lögum landsins þarf forsetaframbjóðandi að ná 51 prósenti atkvæða og ólíklegt er að Tsvangirai hafi náð því. Mugabe er hins vegar sagður tregur til að kjósa á ný vegna þess að búast má við því að þeir sem kusu þriðja manninn sem var í framboði fylki sér nú á bak við Tsvangirai.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×