Paulo Di Canio telur að enska liðið eigi enga möguleika á Heimsmeistaramótinu sem fer fram í sumar. Di Canio telur að þreyta muni gera út um vonir liðsins.
Di Canio var rekinn frá Sunderland á tímabilinu en strangt aðhald hans féll ekki vel í kramið hjá leikmönnum liðsins. Var þeim meðal annars bannað að fá sér tómatssósu í mötuneyti liðsins.
Di Canio telur að leikmennirnir séu einfaldlega búnir á því eftir langt tímabil. Nefnir hann þess til dæmi að tankurinn hjá Wayne Rooney sé einfaldlega tómur.
„Rooney er leikmaður að mínu skapi en hann kemur í mótið með ekkert eftir á tankinum eftir langt tímabil. Hann gefur allt í alla leiki og þrátt fyrir að það sé skemmtilegt að leika leiki um jólin kemur þetta í bakið á þeim. Sérstaklega í aðstæðunum sem mótið fer fram í,“ sagði Di Canio.
Di Canio gerir lítið úr möguleikum Englendinga
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn


KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn


Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti


Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn

