Íslenskan hræddi stórstjörnu REM Benedikt Bóas skrifar 19. maí 2018 09:00 Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. Fréttablaðið/Hanna „Sameiginlegur vinur var að segja honum að ég væri að gera plötu og hann átti lausa viku og spurði hvort hann gæti hjálpað,“ segir Haukur Heiðar Hauksson söngvari en fyrsta lagið af komandi sólóplötu hans, Draumaland, er byrjað að heyrast á öldum ljósvakans. Þar heyrist einnig í rödd Kens Stringfellow en hann spilaði með ofurhljómsveitinni REM á árum áður. Hann hefur spilað á yfir 200 plötum, meðal annars Man on the Moon, Reveal og Around the Sun. „Hann sagðist vera góður í bakröddum en þegar ég benti honum á að lagið væri á íslensku þá sagðist ætla að gera bara Ú og Ó og A og tók upp viðbót fyrir mig,“ segir Haukur.Hann tekur upp plötuna í Þýskalandi þar sem hann býr í stúdíóinu í viku í senn. „Dikta er enn að spila og við erum að spila hér og þar. Eftir að Skúli bassaleikari flutti til Ameríku höfum verið minna að semja og gera. Ég er alltaf að semja og búinn að vera gera það í 25 ár. Það er gaman að taka upp og mig langar að koma þessu frá mér. Ég lét því slag standa og það er um eitt og hálft ár síðan ég byrjaði.“ Sky van Hoff tekur upp plötuna og eru erlendir sessjónleikarar í aðalhlutverki. Þó er Þorbjörn Sigurðsson á bassa en hann er vanari gítarplokki. „Hann tók upp síðustu plötu með Diktu og þannig kynntist ég honum. Hann er algjör snillingur. Það er gott að fara út og kúpla sig út úr hversdagsleikanum.“ Lagið Draumaland er þegar komið í spilun og farið að heyrast á öldum ljósvakans. Haukur segir að hann hafi ætlað að koma með lag mun fyrr. „Ég ætlaði að koma með lag fyrir ári en ég eignaðist þriðja barnið síðasta sumar svo það tók tíma. Ég er að gera 12 lög og það verða kannski 10 lög á plötunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Sameiginlegur vinur var að segja honum að ég væri að gera plötu og hann átti lausa viku og spurði hvort hann gæti hjálpað,“ segir Haukur Heiðar Hauksson söngvari en fyrsta lagið af komandi sólóplötu hans, Draumaland, er byrjað að heyrast á öldum ljósvakans. Þar heyrist einnig í rödd Kens Stringfellow en hann spilaði með ofurhljómsveitinni REM á árum áður. Hann hefur spilað á yfir 200 plötum, meðal annars Man on the Moon, Reveal og Around the Sun. „Hann sagðist vera góður í bakröddum en þegar ég benti honum á að lagið væri á íslensku þá sagðist ætla að gera bara Ú og Ó og A og tók upp viðbót fyrir mig,“ segir Haukur.Hann tekur upp plötuna í Þýskalandi þar sem hann býr í stúdíóinu í viku í senn. „Dikta er enn að spila og við erum að spila hér og þar. Eftir að Skúli bassaleikari flutti til Ameríku höfum verið minna að semja og gera. Ég er alltaf að semja og búinn að vera gera það í 25 ár. Það er gaman að taka upp og mig langar að koma þessu frá mér. Ég lét því slag standa og það er um eitt og hálft ár síðan ég byrjaði.“ Sky van Hoff tekur upp plötuna og eru erlendir sessjónleikarar í aðalhlutverki. Þó er Þorbjörn Sigurðsson á bassa en hann er vanari gítarplokki. „Hann tók upp síðustu plötu með Diktu og þannig kynntist ég honum. Hann er algjör snillingur. Það er gott að fara út og kúpla sig út úr hversdagsleikanum.“ Lagið Draumaland er þegar komið í spilun og farið að heyrast á öldum ljósvakans. Haukur segir að hann hafi ætlað að koma með lag mun fyrr. „Ég ætlaði að koma með lag fyrir ári en ég eignaðist þriðja barnið síðasta sumar svo það tók tíma. Ég er að gera 12 lög og það verða kannski 10 lög á plötunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira