Enski boltinn

Alfreð sagður á óskalista Solskjær

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð í leik með Heerenveen.
Alfreð í leik með Heerenveen. Nordic Photos / Getty
Enska blaðið Telegraph heldur því fram í dag að sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason sé einn þeirra leikmanna sem Ole Gunnar Solskjær, nýráðinn stjóri Cardiff, gæti mögulega keypt nú í janúar.

Solskjær tók formlega við starfi knattspyrnustjóra hjá Cardiff í dag en fullyrt er að hann fái 25 milljónir punda, tæpa fimm milljarða króna, til leikmannakaupa.

Mats Möller Dæhli er sterklega orðaður við félagið en þessi átján ára kappi hefur leikið undir stjórn Solskjær hjá norska liðinu Molde undanfarin ár.

Alfreð hefur verið orðaður við mörg lið að undanförnu, til að mynda Roma á Ítalíu, en hann hefur skoraði sautján mörk í fimmtán leikjum til þessa með Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×