Enski boltinn

Moyes bálreiður út í Webb

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Moyes segir það algjört hneyksli að Howard Webb, dómari leiks liðsins gegn Tottenham í gær, hafi ekki dæmt vítaspyrnu þegar brotið var á Ashley Young.

Hugo Lloris, markvörður Tottenham, virtist brjóta á Young án þess að koma við boltann. Staðan var þá 2-1 fyrir Tottenham en það reyndust lokatölur leiksins.

„Þetta var ótrúleg ákvörðun og líklega ein sú versta sem ég hef séð,“ sagði Moyes við enska fjölmiðla eftir leikinn. „Algjört hneyksli. Hefði þetta brot átt sér stað á öðrum stað á vellinum hefði verið dæmt brot og rautt spjald.“

„Það er ljóst að fólkið sem raðar dómurum á leiki verður að skoða þetta atvik og athuga hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá honum,“ bætti Moyes við.

Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×