Hinn gamalreyndi hollenski þjálfari Co Adriaanse hefur undanfarna daga verið sterklega orðaður við stöðu knattspyrnustjóra hjá Sunderland. Sjálfur útilokar hann þó að taka við starfinu.
Adriaanse á að baki langan feril í þjálfun sem spannar tæpa þrjá áratugi. Hann hefur meðal annars þjálfað Ajax og Porto en hann er nú knattspyrnustjóri Red Bull Salzburg í Austurríki.
„Ég er samningsbundinn til loka tímabilsins og ætla mér að virða þann samning," sagði hann í samtali við enska fjölmiðla spurður um tengingu sína við Sunderland.
„Ég vil ekki færa mig um set til Sunderland vegna þess að ég vill vinna meistaratitilinn með Red Bull á þessu tímabili. Enginn hefur þar að auki haft samband við mig frá Sunderland svo þetta hefur ekki einu sinni komið til umræðu."