Shearer hvetur enska landsliðið til að fanga andann frá 1996 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2016 12:45 Fótboltinn kom heim 1996. vísir/getty Enska landsliðið freistar þess að fylgja eftir sigrinum frábæra á heimsmeisturum Þjóðverja þegar það tekur á móti Hollandi í vináttulandsleik á Wembley í kvöld. Þetta verður í 32. sinn sem liðin mætast en Englendingar hafa yfirhöndina í innbyrðisviðureignum þeirra. England hefur unnið 13 leiki, Holland átta og 10 sinnum hafa liðin skilið jöfn.Sjá einnig: Matthäus:Enska landsliðið getur orðið eitt af þeim bestu í heiminum Það eru hins vegar liðin 20 ár frá síðasta sigri Englendinga á Hollendingum. Liðin mættust í riðlakeppni EM 1996 á Englandi þar sem heimamenn unnu eftirminnilegan sigur, 4-1, sem er talinn einn sá flottasti hjá enska liðinu á stórmóti frá upphafi. Alan Shearer skoraði tvö mörk í umræddum leik og á Twitter í dag hvatti þessi markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar leikmenn Englands til að fanga smá af andanum frá 1996.20years ago v Holland. Let's hope we can capture a bit of the spirit of 96 tonight! #EngvHolpic.twitter.com/xcnQ5lFkDO — Alan Shearer (@alanshearer) March 29, 2016Englendingar byrjuðu EM ekkert sérstaklega vel og gerðu 1-1 jafntefli við Sviss í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Enska liðið náði sér betur á strik í næsta leik gegn Skotum og fór með sigur af hólmi, 2-0. Shearer og Paul Gascoigne skoruðu mörkin en mark þess síðarnefnda er afar eftirminnilegt. Hollendingar voru einnig með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina og því var leikur liðanna á Wembley 18. júní 1996 úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum. Enska liðið, sem var á þessum tíma undir stjórn Terry Venables, spilaði frábærlega í leiknum þótt það hafi vissulega verið heppið hversu illa Hollendingar fóru með færin sín. Shearer kom Englandi í 1-0 með marki úr vítaspyrnu sem Paul Ince fiskaði. Sá brotlegi, Danny Blind, er þjálfari hollenska liðsins í dag. Staðan var 1-0 í hálfleik og á 51. mínútu tvöfaldaði Teddy Sheringham forskotið með skalla eftir hornspyrnu Gascoigne. Sex mínútum seinna skoraði Shearer fallegasta mark leiksins eftir undirbúning Gascoigne og Sheringham. Sá síðastnefndi bætti svo fjórða markinu við á 62. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir að Edwin van der Saar varði skot Darrens Anderton. Patrick Kluivert lagaði stöðuna fyrir Holland þegar tólf mínútur voru til leiksloka en nær komust þeir hollensku ekki. Englendingar slógu Spánverja út í 8-liða úrslitunum eftir vítaspyrnukeppni og mættu Þjóðverjum í undanúrslitum. Úrslitin í þeim leik réðust líka á vítapunktinum. Bæði lið skoruðu af öryggi úr fimm fyrstu spyrnum sínum áður en Gareth Southgate klúðraði sínu víti í bráðabana. Andreas Möller tryggði svo Þjóðverjum sæti í úrslitum með því að skora úr síðustu spyrnu þeirra. Þýska liðið vann svo það tékkneska í úrslitaleiknum á gullmarki Olivers Bierhoff. Þrjátíu ára bið Englendinga eftir sigri á stórmóti lauk ekki 1996 og raunar stendur hún enn yfir en í ár eru 50 ár liðin frá því England vann HM á heimavelli. Fótbolti Tengdar fréttir Vardy fyrsti Leicester-maðurinn í 31 ár sem skorar fyrir England Jamie Vardy skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar England kom til baka og vann 2-3 sigur á heimsmeisturum Þýskalands í vináttulandsleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. 26. mars 2016 22:34 Butland meiddur á ökkla | EM í hættu Jack Butland, markvörður Stoke City, verður að öllum líkindum lengi frá vegna ökklameiðsla. 27. mars 2016 20:15 Sjáðu glæsilegt hælspyrnumark Vardy | Myndband Jamie Vardy skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær þegar England vann 2-3 sigur á heimsmeisturum Þýskalands í vináttulandsleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín. 27. mars 2016 17:00 Af bekknum hjá Leicester í enska landsliðið á þremur árum Hvað er merkilegt við varamannabekkinn hjá Leicester City í tveimur umspilsleikjum gegn Watford um sæti í ensku úrvalsdeildinni vorið 2013? 27. mars 2016 08:00 Löw hrifinn af Vardy: Hann er frábær leikmaður Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, hefur mikið álit á Jamie Vardy, framherja Leicester City. 26. mars 2016 14:45 Kveðjunum rigndi yfir Vardy og síminn dó Saga Jamie Vardy er lyginni líkust en hann kórónaði frábært tímabil með sínu fyrsta landsliðsmarki á dögunum. 28. mars 2016 16:00 Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Enska landsliðið freistar þess að fylgja eftir sigrinum frábæra á heimsmeisturum Þjóðverja þegar það tekur á móti Hollandi í vináttulandsleik á Wembley í kvöld. Þetta verður í 32. sinn sem liðin mætast en Englendingar hafa yfirhöndina í innbyrðisviðureignum þeirra. England hefur unnið 13 leiki, Holland átta og 10 sinnum hafa liðin skilið jöfn.Sjá einnig: Matthäus:Enska landsliðið getur orðið eitt af þeim bestu í heiminum Það eru hins vegar liðin 20 ár frá síðasta sigri Englendinga á Hollendingum. Liðin mættust í riðlakeppni EM 1996 á Englandi þar sem heimamenn unnu eftirminnilegan sigur, 4-1, sem er talinn einn sá flottasti hjá enska liðinu á stórmóti frá upphafi. Alan Shearer skoraði tvö mörk í umræddum leik og á Twitter í dag hvatti þessi markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar leikmenn Englands til að fanga smá af andanum frá 1996.20years ago v Holland. Let's hope we can capture a bit of the spirit of 96 tonight! #EngvHolpic.twitter.com/xcnQ5lFkDO — Alan Shearer (@alanshearer) March 29, 2016Englendingar byrjuðu EM ekkert sérstaklega vel og gerðu 1-1 jafntefli við Sviss í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Enska liðið náði sér betur á strik í næsta leik gegn Skotum og fór með sigur af hólmi, 2-0. Shearer og Paul Gascoigne skoruðu mörkin en mark þess síðarnefnda er afar eftirminnilegt. Hollendingar voru einnig með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina og því var leikur liðanna á Wembley 18. júní 1996 úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum. Enska liðið, sem var á þessum tíma undir stjórn Terry Venables, spilaði frábærlega í leiknum þótt það hafi vissulega verið heppið hversu illa Hollendingar fóru með færin sín. Shearer kom Englandi í 1-0 með marki úr vítaspyrnu sem Paul Ince fiskaði. Sá brotlegi, Danny Blind, er þjálfari hollenska liðsins í dag. Staðan var 1-0 í hálfleik og á 51. mínútu tvöfaldaði Teddy Sheringham forskotið með skalla eftir hornspyrnu Gascoigne. Sex mínútum seinna skoraði Shearer fallegasta mark leiksins eftir undirbúning Gascoigne og Sheringham. Sá síðastnefndi bætti svo fjórða markinu við á 62. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir að Edwin van der Saar varði skot Darrens Anderton. Patrick Kluivert lagaði stöðuna fyrir Holland þegar tólf mínútur voru til leiksloka en nær komust þeir hollensku ekki. Englendingar slógu Spánverja út í 8-liða úrslitunum eftir vítaspyrnukeppni og mættu Þjóðverjum í undanúrslitum. Úrslitin í þeim leik réðust líka á vítapunktinum. Bæði lið skoruðu af öryggi úr fimm fyrstu spyrnum sínum áður en Gareth Southgate klúðraði sínu víti í bráðabana. Andreas Möller tryggði svo Þjóðverjum sæti í úrslitum með því að skora úr síðustu spyrnu þeirra. Þýska liðið vann svo það tékkneska í úrslitaleiknum á gullmarki Olivers Bierhoff. Þrjátíu ára bið Englendinga eftir sigri á stórmóti lauk ekki 1996 og raunar stendur hún enn yfir en í ár eru 50 ár liðin frá því England vann HM á heimavelli.
Fótbolti Tengdar fréttir Vardy fyrsti Leicester-maðurinn í 31 ár sem skorar fyrir England Jamie Vardy skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar England kom til baka og vann 2-3 sigur á heimsmeisturum Þýskalands í vináttulandsleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. 26. mars 2016 22:34 Butland meiddur á ökkla | EM í hættu Jack Butland, markvörður Stoke City, verður að öllum líkindum lengi frá vegna ökklameiðsla. 27. mars 2016 20:15 Sjáðu glæsilegt hælspyrnumark Vardy | Myndband Jamie Vardy skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær þegar England vann 2-3 sigur á heimsmeisturum Þýskalands í vináttulandsleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín. 27. mars 2016 17:00 Af bekknum hjá Leicester í enska landsliðið á þremur árum Hvað er merkilegt við varamannabekkinn hjá Leicester City í tveimur umspilsleikjum gegn Watford um sæti í ensku úrvalsdeildinni vorið 2013? 27. mars 2016 08:00 Löw hrifinn af Vardy: Hann er frábær leikmaður Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, hefur mikið álit á Jamie Vardy, framherja Leicester City. 26. mars 2016 14:45 Kveðjunum rigndi yfir Vardy og síminn dó Saga Jamie Vardy er lyginni líkust en hann kórónaði frábært tímabil með sínu fyrsta landsliðsmarki á dögunum. 28. mars 2016 16:00 Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Vardy fyrsti Leicester-maðurinn í 31 ár sem skorar fyrir England Jamie Vardy skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar England kom til baka og vann 2-3 sigur á heimsmeisturum Þýskalands í vináttulandsleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. 26. mars 2016 22:34
Butland meiddur á ökkla | EM í hættu Jack Butland, markvörður Stoke City, verður að öllum líkindum lengi frá vegna ökklameiðsla. 27. mars 2016 20:15
Sjáðu glæsilegt hælspyrnumark Vardy | Myndband Jamie Vardy skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær þegar England vann 2-3 sigur á heimsmeisturum Þýskalands í vináttulandsleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín. 27. mars 2016 17:00
Af bekknum hjá Leicester í enska landsliðið á þremur árum Hvað er merkilegt við varamannabekkinn hjá Leicester City í tveimur umspilsleikjum gegn Watford um sæti í ensku úrvalsdeildinni vorið 2013? 27. mars 2016 08:00
Löw hrifinn af Vardy: Hann er frábær leikmaður Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, hefur mikið álit á Jamie Vardy, framherja Leicester City. 26. mars 2016 14:45
Kveðjunum rigndi yfir Vardy og síminn dó Saga Jamie Vardy er lyginni líkust en hann kórónaði frábært tímabil með sínu fyrsta landsliðsmarki á dögunum. 28. mars 2016 16:00