Fótbolti

Kveðjunum rigndi yfir Vardy og síminn dó

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vardy fagnar marki sínu.
Vardy fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Jamie Vardy hefur átt frábært tímabil með Leicester sem trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Vardy, sem lék í utandeildinni fyrir fáeinum árum, er næstmarkahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með nítján mörk og kórónaði svo frábært tímabil með sínu fyrsta landsliðsmarki á dögunum.

Vardy skoraði þá glæsilegt mark með hælspyrnu gegn heimsmeisturum Þýskalands í Berlín en Englendingar unnu leikinn, 3-2, eftir að hafa lent 2-0 undir.

Sjá einnig: Sjáðu glæsilegt hælspyrnumark Vardy

Kappinn fékk svo margar hamingjuóskir að síminn hans dó en hann greindi frá því í amtali við The Times.

„Síminn minn dó þannig að ég hef ekki getað svarað neinum skilaboðum. Það er líklega heilmikið af skilaboðum á símanum, sem er líklega ástæða þess að hann dó,“ sagði Vardy.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×