Valkyrjur taka yfir Tjarnarbíó: Dragfögnuður til heiðurs kvenhetjunni Brynhildi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. október 2019 13:00 Agatha P (Ásgeir Helgi Magnússon) er ein af stjörnum sýningarinnar. Mynd/Lilja Jónsdóttir Á fimmtudaginn frumsýnir fjöllistahópurinn „Endurnýttar væntingar“ nýja drag-revíu í Tjarnarbíó. Sýningin Endurminningar valkyrju er geggjuð stuðsýning með dragi, húmor, dansi og söng. Forsprakkar eru leiðtogar í íslenskum sviðslistum til fjölda ára og sameina þar hæfileika á sviði dans, söngs og ekki síst drags. Sýningin er dragfögnuður til heiðurs hinni kynngimögnuðu kvenhetju, Brynhildi. Ævintýrum söguhetjunnar verða gerð skil í mögnuðum dansi, stórfenglegum söng og hamagangi.Sýningin er til heiðurs valkyrjunni Brynhildi.Mynd/Lilja Jónsdóttir„Gestgjafar kvöldsins eru þaulvanar drottningar leiksviðs og næturlífs. Þær tala tæpitungulaust og koma til dyranna eins og þær eru klæddar, prýddar rúbínum og eðalsteinum frá toppi til táar, tilbúnar að gleðja ykkur með sínum guðsgjöfum og vafasama vafstri. Þetta er sýningin sem þú hefur beðið eftir,“ segir í lýsingu sýningarinnar.Fjöllistahópurinn Endurnýttar væntingarMynd/Lilja JónsdóttirÞetta er fyrsta verk hópsins en forsprakkar hans og listrænir stjórnendur sýningarinnar eru dansararnir Ásgeir Helgi Magnússon og Cameron Corbett. Þeir hafa starfað saman um árabil innan raða Íslenska dansflokksins auk þess sem þeir hafa komið víða við í íslenskum sviðslistum. Flytjendur eru drottningarnar Agatha P., Faye Knús, Gógó Starr & Sigga Eyrún. Höfundarnir eru Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Sigurður H. Starr Guðjónsson en Júlíanna Lára Steingrímsdóttir sér um búninga og sviðshönnun.Vera og JúlíanaMynd/Lilja Jónsdóttir Leikhús Menning Tengdar fréttir Dragdrottningin Gógó Starr mun leiða skrúðgönguna á 17. júní í hlutverki fjallkonunnar Sigurður segir að hann muni ekki taka að sér að lesa upp ljóð í tengslum við hátíðarhöldin heldur verður leikkona í því hlutverki. 14. júní 2018 11:43 Viltu gifast, Gógó Starr? Sigðurður Starr Guðjónsson er dragdrottningin Gógó Starr. Makamál tóku létt spjall við Gógó á Facebook og svaraði hún spurningum um ástina og lífið í formi gifa (hreyfimynda). 19. ágúst 2019 20:30 Tvær drottningar unnu lúxus Íslandsferð Íslensk fyrirtæki gáfu um helgina tveimur drottningum risavinning í hinum gríðarvinsæla dragdrottningaraunveruleikaþætti RuPaul's Drag Race. 4. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Sjá meira
Á fimmtudaginn frumsýnir fjöllistahópurinn „Endurnýttar væntingar“ nýja drag-revíu í Tjarnarbíó. Sýningin Endurminningar valkyrju er geggjuð stuðsýning með dragi, húmor, dansi og söng. Forsprakkar eru leiðtogar í íslenskum sviðslistum til fjölda ára og sameina þar hæfileika á sviði dans, söngs og ekki síst drags. Sýningin er dragfögnuður til heiðurs hinni kynngimögnuðu kvenhetju, Brynhildi. Ævintýrum söguhetjunnar verða gerð skil í mögnuðum dansi, stórfenglegum söng og hamagangi.Sýningin er til heiðurs valkyrjunni Brynhildi.Mynd/Lilja Jónsdóttir„Gestgjafar kvöldsins eru þaulvanar drottningar leiksviðs og næturlífs. Þær tala tæpitungulaust og koma til dyranna eins og þær eru klæddar, prýddar rúbínum og eðalsteinum frá toppi til táar, tilbúnar að gleðja ykkur með sínum guðsgjöfum og vafasama vafstri. Þetta er sýningin sem þú hefur beðið eftir,“ segir í lýsingu sýningarinnar.Fjöllistahópurinn Endurnýttar væntingarMynd/Lilja JónsdóttirÞetta er fyrsta verk hópsins en forsprakkar hans og listrænir stjórnendur sýningarinnar eru dansararnir Ásgeir Helgi Magnússon og Cameron Corbett. Þeir hafa starfað saman um árabil innan raða Íslenska dansflokksins auk þess sem þeir hafa komið víða við í íslenskum sviðslistum. Flytjendur eru drottningarnar Agatha P., Faye Knús, Gógó Starr & Sigga Eyrún. Höfundarnir eru Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Sigurður H. Starr Guðjónsson en Júlíanna Lára Steingrímsdóttir sér um búninga og sviðshönnun.Vera og JúlíanaMynd/Lilja Jónsdóttir
Leikhús Menning Tengdar fréttir Dragdrottningin Gógó Starr mun leiða skrúðgönguna á 17. júní í hlutverki fjallkonunnar Sigurður segir að hann muni ekki taka að sér að lesa upp ljóð í tengslum við hátíðarhöldin heldur verður leikkona í því hlutverki. 14. júní 2018 11:43 Viltu gifast, Gógó Starr? Sigðurður Starr Guðjónsson er dragdrottningin Gógó Starr. Makamál tóku létt spjall við Gógó á Facebook og svaraði hún spurningum um ástina og lífið í formi gifa (hreyfimynda). 19. ágúst 2019 20:30 Tvær drottningar unnu lúxus Íslandsferð Íslensk fyrirtæki gáfu um helgina tveimur drottningum risavinning í hinum gríðarvinsæla dragdrottningaraunveruleikaþætti RuPaul's Drag Race. 4. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Sjá meira
Dragdrottningin Gógó Starr mun leiða skrúðgönguna á 17. júní í hlutverki fjallkonunnar Sigurður segir að hann muni ekki taka að sér að lesa upp ljóð í tengslum við hátíðarhöldin heldur verður leikkona í því hlutverki. 14. júní 2018 11:43
Viltu gifast, Gógó Starr? Sigðurður Starr Guðjónsson er dragdrottningin Gógó Starr. Makamál tóku létt spjall við Gógó á Facebook og svaraði hún spurningum um ástina og lífið í formi gifa (hreyfimynda). 19. ágúst 2019 20:30
Tvær drottningar unnu lúxus Íslandsferð Íslensk fyrirtæki gáfu um helgina tveimur drottningum risavinning í hinum gríðarvinsæla dragdrottningaraunveruleikaþætti RuPaul's Drag Race. 4. febrúar 2019 07:00