Enski boltinn

Sky Sports: Manchester United skoðar að fá Emre Can í janúar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emre Can, miðjumaður Juventus, gæti verið á leið aftur til Englands.
Emre Can, miðjumaður Juventus, gæti verið á leið aftur til Englands. vísir/getty
Emre Can gæti verið á leiðinni til Manchester United í janúar en Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu í dag.

Can er úti í kuldanum hjá Juventus en Maurizio Sarri hefur ekki verið duglegur að nota Þjóðverjann frá því að hann tók við ítalsku meisturunum í sumar.

Can var ekki valinn í Meistaradeildarhóp Juventus fyrir leiktíðina og hugsar hann sér því sér til hreyfings. Manchester United er talið fylgjast grannt með.Emre Can var á mála hjá Juventus frá því 2014 til 2018 en fór svo sumarið 2018 til Juventus eftir að hann rann út af samningi hjá Liverpool.

Ekkert hefur gengið hjá Manchester United það sem af er leiktíð og gæti því hinn 25 ára gamli Can verið góður kostur á Old Trafford.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.