„Alveg til í að vera skrýtni kallinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2019 15:30 Sölvi opnar sig í þættinum Ísland í dag. „Ég er mjög þakklátur fyrir að ég get hlegið að því þegar það birtist eitthvað um eitthvað sem ég hef verið að gera á undanförnum árum, hvort sem það er að labba einhversstaðar berfættur eða fara á stuttbuxum upp Esjuna og einhverjir eru bara, já hann er búinn að missa það gæinn. Ég skil alveg hvaðan fólk er að koma því ég var þar, ég er mjög gagnrýninn í hugsun, er með akademískan bakgrunn úr háskólanámi og sé allt mjög gagnrýnum augum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason sem undanfarin ár hefur unnið statt og stöðugt að því að byggja sig upp andlega og líkamlega eftir að það sem hann kallar heilsuhrun haustið 2007.Hrundi niður og brast í grát Hann ákvað að setja heilsuna alfarið í fyrsta sæti eftir að hafa gengið í gegnum erfitt tímabil um nokkurra mánaða skeið, þar sem hann var m.a. greindur með kvíðaröskun, athyglisbrest, síþreytu og kulnun og fékk uppáskrifuð sterk geðlyf. „Það gerðist margoft að ég kom heim til mín eftir vinnu og var bara gubbandi út í eitt og lagðist svo í sófann í marga klukkutíma. Oft gerðist það bara um leið og ég gekk út í bíl að þá bara hryn ég niður og fer að hágrenja,“ segir Sölvi, sem kveðst hafa harkað af sér alltof lengi.Köld böð og þakklætislisti Í nýrri bók segir Sölvi sögu sína og gefur góð ráð byggð á eigin reynslu og miklu efni sem hann lagðist sjálfur yfir. Hann prófaði meðal annars köld böð, hugleiðslu og jóga auk þess að skrifa daglega svokallaðan þakklætislista, en þetta segir hann allt hafa reynst sér gríðarlega vel og breytt sér mikið undanfarin ár. Uppátækin hafa sömuleiðis verið fjölbreytt, en þannig gekk hann t.d. upp Esjuna á stuttbuxum og Converse skóm í nístandi kulda og hefur baðað sig á stöðum sem fæstir myndu dýfa litlu tá ofan í. „Ef ég fæ vellíðan af því að labba á stuttbuxum upp Esjuna þá er ég alveg til í að vera skrýtni kallinn.“ Sölvi ræðir heilsuhrunið, ferilinn, feluleikinn og hvernig hann tók andlega og líkamlega heilsu föstum tökum í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
„Ég er mjög þakklátur fyrir að ég get hlegið að því þegar það birtist eitthvað um eitthvað sem ég hef verið að gera á undanförnum árum, hvort sem það er að labba einhversstaðar berfættur eða fara á stuttbuxum upp Esjuna og einhverjir eru bara, já hann er búinn að missa það gæinn. Ég skil alveg hvaðan fólk er að koma því ég var þar, ég er mjög gagnrýninn í hugsun, er með akademískan bakgrunn úr háskólanámi og sé allt mjög gagnrýnum augum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason sem undanfarin ár hefur unnið statt og stöðugt að því að byggja sig upp andlega og líkamlega eftir að það sem hann kallar heilsuhrun haustið 2007.Hrundi niður og brast í grát Hann ákvað að setja heilsuna alfarið í fyrsta sæti eftir að hafa gengið í gegnum erfitt tímabil um nokkurra mánaða skeið, þar sem hann var m.a. greindur með kvíðaröskun, athyglisbrest, síþreytu og kulnun og fékk uppáskrifuð sterk geðlyf. „Það gerðist margoft að ég kom heim til mín eftir vinnu og var bara gubbandi út í eitt og lagðist svo í sófann í marga klukkutíma. Oft gerðist það bara um leið og ég gekk út í bíl að þá bara hryn ég niður og fer að hágrenja,“ segir Sölvi, sem kveðst hafa harkað af sér alltof lengi.Köld böð og þakklætislisti Í nýrri bók segir Sölvi sögu sína og gefur góð ráð byggð á eigin reynslu og miklu efni sem hann lagðist sjálfur yfir. Hann prófaði meðal annars köld böð, hugleiðslu og jóga auk þess að skrifa daglega svokallaðan þakklætislista, en þetta segir hann allt hafa reynst sér gríðarlega vel og breytt sér mikið undanfarin ár. Uppátækin hafa sömuleiðis verið fjölbreytt, en þannig gekk hann t.d. upp Esjuna á stuttbuxum og Converse skóm í nístandi kulda og hefur baðað sig á stöðum sem fæstir myndu dýfa litlu tá ofan í. „Ef ég fæ vellíðan af því að labba á stuttbuxum upp Esjuna þá er ég alveg til í að vera skrýtni kallinn.“ Sölvi ræðir heilsuhrunið, ferilinn, feluleikinn og hvernig hann tók andlega og líkamlega heilsu föstum tökum í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira