Kepa varð skúrkurinn Hjörvar Ólafsson skrifar 25. febrúar 2019 09:00 Kepa Arrizabalaga vísir/getty Það gerist ekki oft að markverðir verða blórabögglar þegar lið tapa leikjum í vítaspyrnukeppni. Þjálfarateymi Chelsea hugsar hins vegar Kepa Arrizabalaga, markverði liðsins, líklega þegjandi þörfina eftir tap liðsins fyrir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins í gær. Leikur liðanna var markalaus í venjulegum leiktíma og það sama var uppi á teningnum í framlengingunni. Þegar framlengingunni var í þann mund að ljúka hugðist Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, skipta Kepa af velli og setja Willy Caballero í markið fyrir vítaspyrnukeppnina. Kepa var hins vegar ekki sammála þessari skiptingu og harðneitaði að fara af velli. Kepa og Ítalirnir Sarri og Gianfranco Zola skiptust á skoðunum um þessa ákvörðun markvarðarins í smá tíma og sveif suðrænn tilfinningahiti yfir vötnum þegar næstu skref í málinu voru rædd. Að lokum fékk Kepa sínu framgengt og stóð hann á milli stanganna í vítaspyrnukeppninni. Þar varði hann reyndar spyrnu Leroy Sané en hefði klárlega getað gert betur þegar Sergio Agüero kom boltanum fram hjá honum. Jorginho og David Luiz brenndu af sínum spyrnum fyrir Chelsea. Cesar Azpilicueta, Emerson og Eden Hazard skiluðu boltanum hins vegar rétta leið fyrir Chelesa. Ilkay Gundogan, Sergio Agüero, Bernardo Silva og Raheem Sterling skoruðu aftur á móti úr sínum spyrnum fyrir Manchester City og sáu til þess að liðið varði titil sinn í keppninni. Manchester City hefur nú unnið þessa keppni alls sex sinnum og fjórum sinnum á síðustu sex keppnistímabilum. Staða Sarri var ótrygg fyrir þennan leik en eftir brösugt gengi í undanförnum leikum er sæti hans afar heitt. Nú virðist sem hann njóti ekki skilyrðislausrar virðingar frá markverði sínum og spurning hvort stjórn félagsins sé á bandi leikmannsins eða knattspyrnustjórans. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira
Það gerist ekki oft að markverðir verða blórabögglar þegar lið tapa leikjum í vítaspyrnukeppni. Þjálfarateymi Chelsea hugsar hins vegar Kepa Arrizabalaga, markverði liðsins, líklega þegjandi þörfina eftir tap liðsins fyrir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins í gær. Leikur liðanna var markalaus í venjulegum leiktíma og það sama var uppi á teningnum í framlengingunni. Þegar framlengingunni var í þann mund að ljúka hugðist Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, skipta Kepa af velli og setja Willy Caballero í markið fyrir vítaspyrnukeppnina. Kepa var hins vegar ekki sammála þessari skiptingu og harðneitaði að fara af velli. Kepa og Ítalirnir Sarri og Gianfranco Zola skiptust á skoðunum um þessa ákvörðun markvarðarins í smá tíma og sveif suðrænn tilfinningahiti yfir vötnum þegar næstu skref í málinu voru rædd. Að lokum fékk Kepa sínu framgengt og stóð hann á milli stanganna í vítaspyrnukeppninni. Þar varði hann reyndar spyrnu Leroy Sané en hefði klárlega getað gert betur þegar Sergio Agüero kom boltanum fram hjá honum. Jorginho og David Luiz brenndu af sínum spyrnum fyrir Chelsea. Cesar Azpilicueta, Emerson og Eden Hazard skiluðu boltanum hins vegar rétta leið fyrir Chelesa. Ilkay Gundogan, Sergio Agüero, Bernardo Silva og Raheem Sterling skoruðu aftur á móti úr sínum spyrnum fyrir Manchester City og sáu til þess að liðið varði titil sinn í keppninni. Manchester City hefur nú unnið þessa keppni alls sex sinnum og fjórum sinnum á síðustu sex keppnistímabilum. Staða Sarri var ótrygg fyrir þennan leik en eftir brösugt gengi í undanförnum leikum er sæti hans afar heitt. Nú virðist sem hann njóti ekki skilyrðislausrar virðingar frá markverði sínum og spurning hvort stjórn félagsins sé á bandi leikmannsins eða knattspyrnustjórans.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira