Semenya: Aðeins Guð getur komið í veg fyrir að ég hlaupi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. maí 2019 12:00 Caster Semenya vísir/getty Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. Mótið í Doha var það síðasta sem Semenya má taka þátt í á vegum alþjóðafrjálsíþróttasambandsins IAAF áður en nýjar reglur sem takmarka testósterónmagn í blóði kvenhlaupara taka gildi. Semenya er ein af þeim sem eru með óvanalega mikið magn testósteróns og því hefur reglan áhrif á hana. Hún mun þurfa að taka inn lyf sem halda testósteróninu niðri til þess að mega keppa í 800 metra hlaupi. Semenya mótmælti reglunni fyrir dómi en í vikunni úrskurðaði íþróttadómstóllinn að reglan fengi að standa. „Aðgerðir segja meira en orð,“ sagði Semenya við BBC að loknu hlaupinu. „Þegar þú ert sigurvegari þá skilar þú þínu.“ „En nú er þetta í höndum Guðs. Guð ákvað líf mitt og hann mun enda líf mitt. Guð ákvað feril minn og guð mun enda feril minn. Enginn maður, eða önnur manneskja, getur komið í veg fyrir að ég hlaupi.“ „Hvernig á ég að hætta þegar ég er 28 ára? Mér finnst ég enn ung og full af orku, ég á tíu ár inni í frjálsum íþróttum.“ „Ég veit ekki hvernig ég geri það, en ég mun vera hér áfram. Ég fer ekki neitt.“ Þegar blaðamenn spurðu Semenya hvort hún ætlaði að taka lyfin sem hleypa henni í 800 metra hlaupið var svarið einfalt: „Nei.“ Semenya er Ólympíumeistari, heimsmeistari og Samveldisleikameistari í 800 metra hlaupi kvenna. Hún þarf þó að breyta um vegalengd ef hún ætlar ekki að taka inn lyf, því regla IAAF á bara við um hlaup í vegalengdum frá 400 metrum til einnar mílu. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Semenya tapaði og testosterónregla IAAF stendur Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsrmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. 1. maí 2019 11:23 Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. Mótið í Doha var það síðasta sem Semenya má taka þátt í á vegum alþjóðafrjálsíþróttasambandsins IAAF áður en nýjar reglur sem takmarka testósterónmagn í blóði kvenhlaupara taka gildi. Semenya er ein af þeim sem eru með óvanalega mikið magn testósteróns og því hefur reglan áhrif á hana. Hún mun þurfa að taka inn lyf sem halda testósteróninu niðri til þess að mega keppa í 800 metra hlaupi. Semenya mótmælti reglunni fyrir dómi en í vikunni úrskurðaði íþróttadómstóllinn að reglan fengi að standa. „Aðgerðir segja meira en orð,“ sagði Semenya við BBC að loknu hlaupinu. „Þegar þú ert sigurvegari þá skilar þú þínu.“ „En nú er þetta í höndum Guðs. Guð ákvað líf mitt og hann mun enda líf mitt. Guð ákvað feril minn og guð mun enda feril minn. Enginn maður, eða önnur manneskja, getur komið í veg fyrir að ég hlaupi.“ „Hvernig á ég að hætta þegar ég er 28 ára? Mér finnst ég enn ung og full af orku, ég á tíu ár inni í frjálsum íþróttum.“ „Ég veit ekki hvernig ég geri það, en ég mun vera hér áfram. Ég fer ekki neitt.“ Þegar blaðamenn spurðu Semenya hvort hún ætlaði að taka lyfin sem hleypa henni í 800 metra hlaupið var svarið einfalt: „Nei.“ Semenya er Ólympíumeistari, heimsmeistari og Samveldisleikameistari í 800 metra hlaupi kvenna. Hún þarf þó að breyta um vegalengd ef hún ætlar ekki að taka inn lyf, því regla IAAF á bara við um hlaup í vegalengdum frá 400 metrum til einnar mílu.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Semenya tapaði og testosterónregla IAAF stendur Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsrmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. 1. maí 2019 11:23 Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Semenya tapaði og testosterónregla IAAF stendur Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsrmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. 1. maí 2019 11:23
Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00