Erlent

Landamæri Rúanda og Austur-Kongó opnuð að nýju

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk skimar nú fyrir ebólu hjá öllum þeim sem vilja fara yfir landamærin til Rúanda.
Heilbrigðisstarfsfólk skimar nú fyrir ebólu hjá öllum þeim sem vilja fara yfir landamærin til Rúanda. Vísir/AP
Rúanda hefur opnað landamæri sín við Austur-Kongó, en þeim var tímabundið lokað vegna ebólufaraldursins sem nú geisar í síðarnefnda landinu. Um 1.800 manns hafa látið lífið af völdum veirunnar, þar á meðal þrír í landamæraborginni Goma í síðasta mánuði.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hafði áður lagst gegn því að ríki reyndu að halda veirunni í skefjum með því að loka landamærum og takmarka þannig ferðir fólks eða viðskipti, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins.

Ebólufaraldurinn er sá næstmannskæðasti í sögunni og sá versti sem geisað hefur í Austur-Kongó. Um 2700 manns hafa smitast af veirunni þar í landi og að meðaltali er tilkynnt um 12 ný tilfelli daglega. WHO lýsti nýlega yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna faraldursins.


Tengdar fréttir

Neyðarástandi á heimsvísu lýst yfir vegna ebólu

Ebólu faraldrinum, sem brotist hefur út í Austur-Kongó, var í dag lýst yfir sem neyðarástandi á heimsvísu af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eftir að vírusinn smitaðist til borgar þar sem tvær milljónir manna búa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×