Röð tilviljana leiddi mig í starfið Hjörvar Ólafsson skrifar 22. júlí 2019 16:00 Ragnheiður Runólfsdóttir er að taka við stóru og spennandi starfi í Gautaborg í Svíþjóð. Fréttablaðið/SKAPTI HALLGRÍMSSON Ragnheiður var árið 1991 kjörin íþróttamaður ársins en hætti sundiðkun sjálf eftir farsælan feril eftir Ólympíuleikana í Barcelona á Spáni árið 1992 en hún keppti einnig á Ólympíuleikunum í Seúl í Suður-Kóreu fjórum árum áður. Síðan þá hefur hún þjálfað á Akranesi, í Mosfellsbæ, Keflavík og nú síðast á Akureyri. Þá stundaði hún nám í Bandaríkjunum auk þess að leggja stund á sund þar. Ragnheiður segir að hún hafi fengið þjálfaragrunn sinn við námið í Bandaríkjunum en þá segir hún að auk þessa hafi hún lært mikið af samstarfi sínu við við Eyleif Jóhannsson á sínum en Eyleifur þjálfar nú sundmenn í fremstu röð í Álaborg í Danmörku. Vistaskipti Ragnheiðar til Gautaborgar bar brátt að og eiga rót sína í skólavist dóttur hennar þar í borg. „Mér hefur liðið vel hér á Akureyri og hef kunnað vel við mig í starfi hjá Óðni. Dóttir mín var hins vegar á leið til Svíþjóðar í nám og þar sem hún mun ekki búa á heimavist fór ég að skoða þann möguleika að flytja út með henni í einhvern tíma. Þá komst ég að því að gamall sundfélagi minn var að þjálfa hjá skólaliðinu hennar og hann benti mér á að SO2 væri að leita að yfirþjálfara,“ segir Ragnheiður um ástæðu þess að hún væri að flytjast búferlum frá Akureyri og hefja nýtt líf í Gautaborg. „Ég sótti um starfið af hálfgerðri rælni þar sem ég var búin að ákveða að senda dóttur mína bara eina út á nýjar slóðir. Ég var hins vegar boðuð í viðtal og eftir það var ég fljótlega ráðin í starfið. Mér leist mjög vel á aðstæður þarna úti sem eru á allt öðru kalíberi en hér á Akureyri. Þarna er ég að fara í félag með um það bil 1.100 iðkendur frá því að starfa í félagi með sirka 250 iðkendur,“ segir hún um starfið sem hún er að taka við.Ragnheiður undi hag sínum vel á Akureyri en örlögin tóku í taumana.Fréttablaðið/SKAPTI HALLGRÍMSSONMargt ungt og efnilegt sundfólk til staðar hjá þessu félagi „Hjá félaginu mun ég hafa yfirsýn yfir allt starf yngri flokka félagsins auk þess að sjá um þjálfun elstu hópanna. Mitt hlutverk er að leggja línurnar fyrir þjálfun allra iðkenda félagsins sem eru ekki komnir í afrekshópinn. Þá mun ég sjá um að skipuleggja það hvernig þjálfunin verður framkvæmd. Félagið hefur yfir að ráða sjö sundlaugum en ég mun þjálfa hópana mína í laug sem er í miðri Gautaborg rétt hjá Lisberg,“ segir þessi metnaðarfulli þjálfari. „Það var mjög gott að mæta á unglingameistaramótið um síðustu helgi og nú er ég stödd hér heima í stuttu fríi. Það var gott að hitta iðkendurna og klára fyrstu kynnin af. Það tekur alltaf smá tíma fyrir þjálfara og iðkendur, sérstaklega unglinga, að kynnast. Þetta er í fyrsta skipti sem útlendingur sér um að þjálfa hjá félaginu en mér var tekið mjög vel og ég fékk góða tilfinningu fyrir þessu á því móti,“ segir Skagamærin spennt.Sér fram á að vera hjá félaginu í fimm ár „Þetta er félag sem á keppendur í fremstu röð á sænskri grund og stendur framarlega þar í landi. Þar eru unglingar sem gætu náð langt í Evrópu en við erum ekki með keppendur sem eru á leið á heimsmeistaramót eða Ólympíuleika eins og staðan er núna. Vonandi næ ég að breyta því á næstu árum. Það er rík hefð fyrir sundi hér í Svíþjóð og ég hlakka til að flytja út og taka nýrri áskorun á þjálfaraferli mínum,“ segir hún um framhaldið. „Nú fer ég bara í það að pakka í töskur og ég flyt til Gautaborgar í byrjun ágúst. Ég er að taka við í upphafi nýs keppnistímabils sem er mjög þægilegt. Ég er vön því að koma mér fyrir í nýjum samfélögum og alls staðar þar sem ég hef búið hef ég verið fljót að aðlagast og mér hefur tekist vel að koma mér inn í samfélögin. Þegar ég hugðist flytja til Akureyrar á sínum tíma var mér sagt að það væri erfitt að komast inn í samfélagið fyrir norðan. Mér tókst það hins vegar bara mjög vel og hef ílengst þar í átta og unnið við góðan orðstír. Ég hef þess vegna engar áhyggjur af því að ég muni eiga erfitt með að koma mér vel fyrir í Gautaborg. Það er líka bara spennandi í mínum huga að taka við jafn stóru og yfirgripsmiklu starfi og ég er að fara að gera. Það hentar mér best að hafa nóg fyrir stafni og marga bolta á lofti í einu,“ segir hún um þær breytingar sem eru að verða á lífi hennar. „Ég skrifaði undir þriggja ára samning en sé sjálf fyrir mér að vera þarna í fimm ár ef samstarfið gengur vel og vilji er fyrir að hafa mig í starfi þarna. Á þeim tímapunkti eru þau kynslóðaskipti sem eru í gangi í félaginu núna gengin í gegn og þeir iðkendur sem ég tek við núna ættu að vera að ná hápunkti á sínum ferli,“ segir Ragnheiður enn fremur um komandi verkefni. Birtist í Fréttablaðinu Sund Vistaskipti Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Ragnheiður var árið 1991 kjörin íþróttamaður ársins en hætti sundiðkun sjálf eftir farsælan feril eftir Ólympíuleikana í Barcelona á Spáni árið 1992 en hún keppti einnig á Ólympíuleikunum í Seúl í Suður-Kóreu fjórum árum áður. Síðan þá hefur hún þjálfað á Akranesi, í Mosfellsbæ, Keflavík og nú síðast á Akureyri. Þá stundaði hún nám í Bandaríkjunum auk þess að leggja stund á sund þar. Ragnheiður segir að hún hafi fengið þjálfaragrunn sinn við námið í Bandaríkjunum en þá segir hún að auk þessa hafi hún lært mikið af samstarfi sínu við við Eyleif Jóhannsson á sínum en Eyleifur þjálfar nú sundmenn í fremstu röð í Álaborg í Danmörku. Vistaskipti Ragnheiðar til Gautaborgar bar brátt að og eiga rót sína í skólavist dóttur hennar þar í borg. „Mér hefur liðið vel hér á Akureyri og hef kunnað vel við mig í starfi hjá Óðni. Dóttir mín var hins vegar á leið til Svíþjóðar í nám og þar sem hún mun ekki búa á heimavist fór ég að skoða þann möguleika að flytja út með henni í einhvern tíma. Þá komst ég að því að gamall sundfélagi minn var að þjálfa hjá skólaliðinu hennar og hann benti mér á að SO2 væri að leita að yfirþjálfara,“ segir Ragnheiður um ástæðu þess að hún væri að flytjast búferlum frá Akureyri og hefja nýtt líf í Gautaborg. „Ég sótti um starfið af hálfgerðri rælni þar sem ég var búin að ákveða að senda dóttur mína bara eina út á nýjar slóðir. Ég var hins vegar boðuð í viðtal og eftir það var ég fljótlega ráðin í starfið. Mér leist mjög vel á aðstæður þarna úti sem eru á allt öðru kalíberi en hér á Akureyri. Þarna er ég að fara í félag með um það bil 1.100 iðkendur frá því að starfa í félagi með sirka 250 iðkendur,“ segir hún um starfið sem hún er að taka við.Ragnheiður undi hag sínum vel á Akureyri en örlögin tóku í taumana.Fréttablaðið/SKAPTI HALLGRÍMSSONMargt ungt og efnilegt sundfólk til staðar hjá þessu félagi „Hjá félaginu mun ég hafa yfirsýn yfir allt starf yngri flokka félagsins auk þess að sjá um þjálfun elstu hópanna. Mitt hlutverk er að leggja línurnar fyrir þjálfun allra iðkenda félagsins sem eru ekki komnir í afrekshópinn. Þá mun ég sjá um að skipuleggja það hvernig þjálfunin verður framkvæmd. Félagið hefur yfir að ráða sjö sundlaugum en ég mun þjálfa hópana mína í laug sem er í miðri Gautaborg rétt hjá Lisberg,“ segir þessi metnaðarfulli þjálfari. „Það var mjög gott að mæta á unglingameistaramótið um síðustu helgi og nú er ég stödd hér heima í stuttu fríi. Það var gott að hitta iðkendurna og klára fyrstu kynnin af. Það tekur alltaf smá tíma fyrir þjálfara og iðkendur, sérstaklega unglinga, að kynnast. Þetta er í fyrsta skipti sem útlendingur sér um að þjálfa hjá félaginu en mér var tekið mjög vel og ég fékk góða tilfinningu fyrir þessu á því móti,“ segir Skagamærin spennt.Sér fram á að vera hjá félaginu í fimm ár „Þetta er félag sem á keppendur í fremstu röð á sænskri grund og stendur framarlega þar í landi. Þar eru unglingar sem gætu náð langt í Evrópu en við erum ekki með keppendur sem eru á leið á heimsmeistaramót eða Ólympíuleika eins og staðan er núna. Vonandi næ ég að breyta því á næstu árum. Það er rík hefð fyrir sundi hér í Svíþjóð og ég hlakka til að flytja út og taka nýrri áskorun á þjálfaraferli mínum,“ segir hún um framhaldið. „Nú fer ég bara í það að pakka í töskur og ég flyt til Gautaborgar í byrjun ágúst. Ég er að taka við í upphafi nýs keppnistímabils sem er mjög þægilegt. Ég er vön því að koma mér fyrir í nýjum samfélögum og alls staðar þar sem ég hef búið hef ég verið fljót að aðlagast og mér hefur tekist vel að koma mér inn í samfélögin. Þegar ég hugðist flytja til Akureyrar á sínum tíma var mér sagt að það væri erfitt að komast inn í samfélagið fyrir norðan. Mér tókst það hins vegar bara mjög vel og hef ílengst þar í átta og unnið við góðan orðstír. Ég hef þess vegna engar áhyggjur af því að ég muni eiga erfitt með að koma mér vel fyrir í Gautaborg. Það er líka bara spennandi í mínum huga að taka við jafn stóru og yfirgripsmiklu starfi og ég er að fara að gera. Það hentar mér best að hafa nóg fyrir stafni og marga bolta á lofti í einu,“ segir hún um þær breytingar sem eru að verða á lífi hennar. „Ég skrifaði undir þriggja ára samning en sé sjálf fyrir mér að vera þarna í fimm ár ef samstarfið gengur vel og vilji er fyrir að hafa mig í starfi þarna. Á þeim tímapunkti eru þau kynslóðaskipti sem eru í gangi í félaginu núna gengin í gegn og þeir iðkendur sem ég tek við núna ættu að vera að ná hápunkti á sínum ferli,“ segir Ragnheiður enn fremur um komandi verkefni.
Birtist í Fréttablaðinu Sund Vistaskipti Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita