Innlent

Þjóðleikhúsráð segir af sér

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Allir fulltrúar í ráðinu sammæltust um að segja af sér til að hafið sé yfir allan vafa um mögulegt vanhæfi.
Allir fulltrúar í ráðinu sammæltust um að segja af sér til að hafið sé yfir allan vafa um mögulegt vanhæfi. visir/hanna
Allir fulltrúar í Þjóðleikhúsráði hafa sagt sig úr ráðinu til að umsóknarferlið um starf þjóðleikhússtjóra sé hafið yfir allan vafa um mögulegt vanhæfi fulltrúa í ráðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Mennta- og menningarráðuneytisins en staða þjóðleikhússtjóra hefur verið auglýst til umsóknar. Ari Matthíasson er núverandi þjóðleikhússtjóri.

Þjóðleikhúsráð er stjórnarnefnd Þjóðleikhússins sem er skiptað af mennta- og menningarmálaráðherra. Þar sitja fimm fulltrúar frá Félagi íslenskra leikara, félagi leikstjóra á Íslandi og þrír án tilnefningar. Ráðherra skipar formann og varaformann úr hópi leikhúsráðsins.

Mennta- og menningarmálaráðherra þakkar fráfarandi Þjóðleikhúsráði fyrir vel unnin störf en nýtt Þjóðleikhúsráð mun starfa frá 1. júlí næstkomandi og mun meta hæfi umsækjenda og starfa með Þjóðleikhússtjóra til næstu fjögurra ára.

Í þjóðleikhúsráði sátu eftirfarandi: 

Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Herdís Þórðardóttir, Birna Hafstein fulltrúi leikara, Ragnar Kjartansson listamaður og Sara Hlín Marti Guðmundsdóttir, fulltrúi leikstjóra.


Tengdar fréttir

Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn

Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins.

Listamenn svara Ara

Stjórn Sviðslistasambands Íslands sendir frá sér yfirlýsingu.

Sjálfsagt að íhuga að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhússtjóri segir sjálfsagt mál að íhuga að fá sérfræðing í mannauðsmálum til starfa í Þjóðleikhúsið. Markmið sitt sé að bæta starfsumhverfið. Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur farið fram á að ráðið sé fagfólk til að fara yfir samskipti hans við listamenn vegna kvartana sem hafa borist til félagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.