Meira að segja O.J. Simpson er búinn að fá nóg af látalátunum í Antonio Brown Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 13:00 Antonio Brown. Getty/Christian Petersen Þetta er orðið svo slæmt ástand hjá stjörnuútherja ameríska fótboltans að sjálfur O.J. Simpson sá sig tilneyddan til að koma á Twitter og reyna að tala hann til. NFL-tímabilið hefst hjá Oakland Raiders á mánudaginn en liðið verður væntanlega þar líkt og allt undirbúningstímabilið, án stærstu stjörnu sinnar. Antonio Brown er einn allra besti útherji NFL-deildarinnar síðustu ár en hann hefur hoppað úr einum vandræðum yfir í önnur á þessu undirbúningstímabili og byrjar væntanlega tímabilið í skammakróknum. Antonio Brown kom til Oakland Raiders liðsins í sumar en hefur lítið látið sjá sig á æfingum. Hann byrjaði á því að fá kalskemmdir á fæturna eftir að hafa heimsótt kæliklefa í blautum sokkum, var síðan í stríði við NFL-deildina vegna þessa hvernig hjálmi honum er skipað að nota á tímabilinu og nú síðast hótaði hann framkvæmdastjóra félagsins barsmíðum eftir að hafa fengið stóra sekt fyrir látalæti sín.From NFL Now: So, what happened at the #Raiders practice yesterday?? pic.twitter.com/2S0vWs426h — Ian Rapoport (@RapSheet) September 5, 2019Antonio Brown trompaðist þegar Mike Mayock afhenti honum bréf þar sem fram kom að Oakland Raiders væri búið að sekta hann um 54 þúsund Bandaríkjadala, tæpar sjö milljónir, fyrir öll skrópin og allt vesenið á undirbúningstímabilinu. Brown varð alveg brjálaður við þessar fréttir og bæði öskraði á og hótaði Mike Mayock barsmíðum. Mike Mayock brást við þessu með því að tilkynna fjölmiðlum að Oakland Raiders væri búið að setja Antonio Brown í agabann. Það er allt eins líklegt að hann spili aldrei fyrir félagið. Málið hefur verið stanslaust í fjölmiðlum enda virðist Antonio Brown alltaf bjóða upp á eitthvað nýtt fjaðrafok þegar rykið er að setjast. Þetta varð til þess að sjálfur O.J. Simpson kom á Twitter og reyndi að gefa honum ráð. O.J. Simpson er frægur NFL-hetja sjálfur en kannski mun frægari fyrir morðið á fyrrum eiginkonu sinni sem hann var þó sýknaður af í frægum réttarhöldum. Það má heyra O.J. Simpson tala til Antonio Brown hér fyrir neðan.Antonio, Please!!! @AB84@Raiders#RaidersNation#antoniobrownpic.twitter.com/vQNMLoZRvk — O.J. Simpson (@TheRealOJ32) September 5, 2019 NFL Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Þetta er orðið svo slæmt ástand hjá stjörnuútherja ameríska fótboltans að sjálfur O.J. Simpson sá sig tilneyddan til að koma á Twitter og reyna að tala hann til. NFL-tímabilið hefst hjá Oakland Raiders á mánudaginn en liðið verður væntanlega þar líkt og allt undirbúningstímabilið, án stærstu stjörnu sinnar. Antonio Brown er einn allra besti útherji NFL-deildarinnar síðustu ár en hann hefur hoppað úr einum vandræðum yfir í önnur á þessu undirbúningstímabili og byrjar væntanlega tímabilið í skammakróknum. Antonio Brown kom til Oakland Raiders liðsins í sumar en hefur lítið látið sjá sig á æfingum. Hann byrjaði á því að fá kalskemmdir á fæturna eftir að hafa heimsótt kæliklefa í blautum sokkum, var síðan í stríði við NFL-deildina vegna þessa hvernig hjálmi honum er skipað að nota á tímabilinu og nú síðast hótaði hann framkvæmdastjóra félagsins barsmíðum eftir að hafa fengið stóra sekt fyrir látalæti sín.From NFL Now: So, what happened at the #Raiders practice yesterday?? pic.twitter.com/2S0vWs426h — Ian Rapoport (@RapSheet) September 5, 2019Antonio Brown trompaðist þegar Mike Mayock afhenti honum bréf þar sem fram kom að Oakland Raiders væri búið að sekta hann um 54 þúsund Bandaríkjadala, tæpar sjö milljónir, fyrir öll skrópin og allt vesenið á undirbúningstímabilinu. Brown varð alveg brjálaður við þessar fréttir og bæði öskraði á og hótaði Mike Mayock barsmíðum. Mike Mayock brást við þessu með því að tilkynna fjölmiðlum að Oakland Raiders væri búið að setja Antonio Brown í agabann. Það er allt eins líklegt að hann spili aldrei fyrir félagið. Málið hefur verið stanslaust í fjölmiðlum enda virðist Antonio Brown alltaf bjóða upp á eitthvað nýtt fjaðrafok þegar rykið er að setjast. Þetta varð til þess að sjálfur O.J. Simpson kom á Twitter og reyndi að gefa honum ráð. O.J. Simpson er frægur NFL-hetja sjálfur en kannski mun frægari fyrir morðið á fyrrum eiginkonu sinni sem hann var þó sýknaður af í frægum réttarhöldum. Það má heyra O.J. Simpson tala til Antonio Brown hér fyrir neðan.Antonio, Please!!! @AB84@Raiders#RaidersNation#antoniobrownpic.twitter.com/vQNMLoZRvk — O.J. Simpson (@TheRealOJ32) September 5, 2019
NFL Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum