Secret Solstice verður í Laugardal 26.-28. júní 2020 Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2019 11:03 Frá Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. Vísir/Friðrik þór Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum árið 2020, með sambærilegu sniði og í ár. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Mikil óvissa ríkti um framtíð hátíðarinnar í sumar vegna milljónaskulda aðstandenda hennar við m.a. Reykjavíkurborg. Hátíðin var að endingu haldin í Laugardal helgina 21.-23. júní. Þá var hátíðin haldin með töluvert breyttu sniði með hliðsjón af ábendingum foreldra- og íbúasamtaka í Laugardal. Þannig var dagskráin stytt og aukið var við eftirlit lögreglu og viðbragðsaðila á hátíðinni. Í fundargerð borgarráðs kemur fram að tónleikar Secret Solstice verði haldið í Laugardal dagana 26.-28. júní með „sambærilegu sniði og í ár“. „Samningsdrög verði lögð fyrir borgarráð til afgreiðslu. Jafnframt er lagt til að borgarráð samþykki að fela skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að láta framkvæma könnun meðal íbúa áhrifasvæða tónleikanna í þeim tilgangi að bregðast enn betur við ábendingum um það sem betur má fara í framkvæmd verkefnisins,“ segir í fundargerðinni. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram svohljóðandi bókun:Borgarstjóri vill að tónleikar Secret Solstice verði haldnir með sambærilegu sniði og var í ár í Laugardal dagana 26. - 28. júní 2020. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að haft verði samráð við íbúa í nágrenninu og foreldrafélög. Framkvæma á könnun og verður það að vera gert af óháðum, viðurkenndum aðila. Flokkur fólksins vill að beðið verði eftir niðurstöðum og verði þær á þann veg að ekki sé vilji til að halda hátíðina í Laugardalnum ber borginni að una því. Hér er verið að segja að íbúar áhrifasvæða tónleikanna ákveði hvort hátíðin skuli haldin aftur á þessum stað. Að leggja fyrir könnun í þeim tilgangi einum að bregðast við ábendingum segir ekkert um hvort fólk sé almennt sátt við að hafa þessa hátíð aftur í Laugardalnum. Íbúar eiga að ráða þessu. Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Robert Plant tók Immigrant Song í fyrsta sinn í tvo áratugi á Solstice Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. 3. júlí 2019 10:22 Will.i.am. gáttaður á kvöldsólinni "Klukkan er 23:11, við erum á Íslandi og sólin er enn á lofti!“ sagði tónlistarmaðurinn will.i.am í sögu á Instagram. 22. júní 2019 16:11 Undirbúningur fyrir Secret Solstice 2020 hafinn eftir vel heppnaða hátíð Upplýsingafulltrúi Secret Solstice segir hátíðina hafa gengið vel. Lítið sem ekkert var um kvartanir frá nágrönnum og gestafjöldi var í takt við áætlanir skipuleggjenda. 24. júní 2019 13:56 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum árið 2020, með sambærilegu sniði og í ár. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Mikil óvissa ríkti um framtíð hátíðarinnar í sumar vegna milljónaskulda aðstandenda hennar við m.a. Reykjavíkurborg. Hátíðin var að endingu haldin í Laugardal helgina 21.-23. júní. Þá var hátíðin haldin með töluvert breyttu sniði með hliðsjón af ábendingum foreldra- og íbúasamtaka í Laugardal. Þannig var dagskráin stytt og aukið var við eftirlit lögreglu og viðbragðsaðila á hátíðinni. Í fundargerð borgarráðs kemur fram að tónleikar Secret Solstice verði haldið í Laugardal dagana 26.-28. júní með „sambærilegu sniði og í ár“. „Samningsdrög verði lögð fyrir borgarráð til afgreiðslu. Jafnframt er lagt til að borgarráð samþykki að fela skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að láta framkvæma könnun meðal íbúa áhrifasvæða tónleikanna í þeim tilgangi að bregðast enn betur við ábendingum um það sem betur má fara í framkvæmd verkefnisins,“ segir í fundargerðinni. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram svohljóðandi bókun:Borgarstjóri vill að tónleikar Secret Solstice verði haldnir með sambærilegu sniði og var í ár í Laugardal dagana 26. - 28. júní 2020. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að haft verði samráð við íbúa í nágrenninu og foreldrafélög. Framkvæma á könnun og verður það að vera gert af óháðum, viðurkenndum aðila. Flokkur fólksins vill að beðið verði eftir niðurstöðum og verði þær á þann veg að ekki sé vilji til að halda hátíðina í Laugardalnum ber borginni að una því. Hér er verið að segja að íbúar áhrifasvæða tónleikanna ákveði hvort hátíðin skuli haldin aftur á þessum stað. Að leggja fyrir könnun í þeim tilgangi einum að bregðast við ábendingum segir ekkert um hvort fólk sé almennt sátt við að hafa þessa hátíð aftur í Laugardalnum. Íbúar eiga að ráða þessu.
Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Robert Plant tók Immigrant Song í fyrsta sinn í tvo áratugi á Solstice Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. 3. júlí 2019 10:22 Will.i.am. gáttaður á kvöldsólinni "Klukkan er 23:11, við erum á Íslandi og sólin er enn á lofti!“ sagði tónlistarmaðurinn will.i.am í sögu á Instagram. 22. júní 2019 16:11 Undirbúningur fyrir Secret Solstice 2020 hafinn eftir vel heppnaða hátíð Upplýsingafulltrúi Secret Solstice segir hátíðina hafa gengið vel. Lítið sem ekkert var um kvartanir frá nágrönnum og gestafjöldi var í takt við áætlanir skipuleggjenda. 24. júní 2019 13:56 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Robert Plant tók Immigrant Song í fyrsta sinn í tvo áratugi á Solstice Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. 3. júlí 2019 10:22
Will.i.am. gáttaður á kvöldsólinni "Klukkan er 23:11, við erum á Íslandi og sólin er enn á lofti!“ sagði tónlistarmaðurinn will.i.am í sögu á Instagram. 22. júní 2019 16:11
Undirbúningur fyrir Secret Solstice 2020 hafinn eftir vel heppnaða hátíð Upplýsingafulltrúi Secret Solstice segir hátíðina hafa gengið vel. Lítið sem ekkert var um kvartanir frá nágrönnum og gestafjöldi var í takt við áætlanir skipuleggjenda. 24. júní 2019 13:56