Lífið

Will.i.am. gáttaður á kvöldsólinni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn will.i.am. mun spila á Secret Solstice í kvöld ásamt hljómsveit sinni Black Eyed Peas.
Tónlistarmaðurinn will.i.am. mun spila á Secret Solstice í kvöld ásamt hljómsveit sinni Black Eyed Peas. getty/Rick Kern

„Klukkan er 23:11, við erum á Íslandi og sólin er enn á lofti!“ sagði tónlistarmaðurinn will.i.am í sögu á Instagram. Will.i.am mun spila ásamt hljómsveit sinni, Black Eyed Peas, á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í kvöld.

„Sólin er ennþá þarna! Klukkan er 23:11! Og ég hef það á tilfinningunni að nóttin í nótt verði aldrei nótt,“ bætti hann við.

Black Eyed Peas var virkust á fyrsta áratugi 21. aldar og gaf út marga smelli, þar á meðal Where is the Love, I Gotta Feeling og My Humps. Hljómsveitin hefur ekki verið jafn virk eftir að söngkona sveitarinnar, Fergie, sagði skilið við hljómsveitina í febrúar 2018.

Will.i.am var hlessa yfir kvöldsólinni í gærkvöldi. instagram/skjáskot


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.