Lífið

Will.i.am. gáttaður á kvöldsólinni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn will.i.am. mun spila á Secret Solstice í kvöld ásamt hljómsveit sinni Black Eyed Peas.
Tónlistarmaðurinn will.i.am. mun spila á Secret Solstice í kvöld ásamt hljómsveit sinni Black Eyed Peas. getty/Rick Kern
„Klukkan er 23:11, við erum á Íslandi og sólin er enn á lofti!“ sagði tónlistarmaðurinn will.i.am í sögu á Instagram. Will.i.am mun spila ásamt hljómsveit sinni, Black Eyed Peas, á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í kvöld.„Sólin er ennþá þarna! Klukkan er 23:11! Og ég hef það á tilfinningunni að nóttin í nótt verði aldrei nótt,“ bætti hann við.Black Eyed Peas var virkust á fyrsta áratugi 21. aldar og gaf út marga smelli, þar á meðal Where is the Love, I Gotta Feeling og My Humps. Hljómsveitin hefur ekki verið jafn virk eftir að söngkona sveitarinnar, Fergie, sagði skilið við hljómsveitina í febrúar 2018.

Will.i.am var hlessa yfir kvöldsólinni í gærkvöldi.instagram/skjáskotFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.