Boðar „sóknaraðgerðir“ til að tryggja öryggi Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2019 22:15 Kim Jong Un. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar „sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. Þetta er haft eftir Kim á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, og er tilefnið líklegast sá frestur sem Kim hefur veitt Bandaríkjunum til áramóta. Ekki kemur fram í hverju þessar aðgerðir felast. Norður-Kórea hætti öllum viðræðum við Bandaríkin og vilja forsvarsmenn ríkisins losna undan einhverjum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir verða tilbúnir til að hefja þær á nýjan leik. Það vilja Bandaríkin og aðrir aðilar ekki og segja Norður-Kóreu þurfa að grípa til aðgerða varðandi afvopnun áður.Sjá einnig: Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-KóreuFyrr á árinu gaf Kim yfirvöldum Bandaríkjanna frest til áramóta til að koma til móts við Norður-Kóreu en hann hefur ekki sagt hreint út hvað gerist þegar fresturinn renni út, heldur einungis það að Norður-Kórea muni feta nýjar slóðir. Sérfræðingar búast við því að hann muni tilkynna umfangsmiklar stefnubreytingar í nýársávarpi sínu á nýársdag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Nú stendur yfir stór fundur Kommúnistaflokks Norður-Kóreu og á honum að ljúka á morgun.Á þessum fundi lét Kim frá sér áðurnefnd ummæli um öryggi Norður-Kóreu en hann sagði einnig mikilvægt að styrkja efnahag ríkisins. Sérfræðingur sem blaðamaður AP ræddi við segir miklar líkur á því að Kim hafi sömuleiðis ítrekað það á fundinum að Norður-Kórea myndi halda áfram að byggja upp kjarnorkuvopn og eldflaugar. Sérstaklega með tilliti til þess að yfirmaður þeirra mála hjá her Norður-Kóreu sást á fundinum um helgina. Norður-Kórea Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar „sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. Þetta er haft eftir Kim á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, og er tilefnið líklegast sá frestur sem Kim hefur veitt Bandaríkjunum til áramóta. Ekki kemur fram í hverju þessar aðgerðir felast. Norður-Kórea hætti öllum viðræðum við Bandaríkin og vilja forsvarsmenn ríkisins losna undan einhverjum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir verða tilbúnir til að hefja þær á nýjan leik. Það vilja Bandaríkin og aðrir aðilar ekki og segja Norður-Kóreu þurfa að grípa til aðgerða varðandi afvopnun áður.Sjá einnig: Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-KóreuFyrr á árinu gaf Kim yfirvöldum Bandaríkjanna frest til áramóta til að koma til móts við Norður-Kóreu en hann hefur ekki sagt hreint út hvað gerist þegar fresturinn renni út, heldur einungis það að Norður-Kórea muni feta nýjar slóðir. Sérfræðingar búast við því að hann muni tilkynna umfangsmiklar stefnubreytingar í nýársávarpi sínu á nýársdag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Nú stendur yfir stór fundur Kommúnistaflokks Norður-Kóreu og á honum að ljúka á morgun.Á þessum fundi lét Kim frá sér áðurnefnd ummæli um öryggi Norður-Kóreu en hann sagði einnig mikilvægt að styrkja efnahag ríkisins. Sérfræðingur sem blaðamaður AP ræddi við segir miklar líkur á því að Kim hafi sömuleiðis ítrekað það á fundinum að Norður-Kórea myndi halda áfram að byggja upp kjarnorkuvopn og eldflaugar. Sérstaklega með tilliti til þess að yfirmaður þeirra mála hjá her Norður-Kóreu sást á fundinum um helgina.
Norður-Kórea Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira