Sport

Kóreski uppvakningurinn fór létt með Frankie Edgar

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Edgar étur högg.
Edgar étur högg. Vísir/Getty

UFC var með bardagakvöld í morgun í Suður-Kóreu. Heimamaðurinn Chan Sung Jung kláraði Frankie Edgar í aðalbardaganum.Chan Sung Jung, betur þekktur sem The Korean Zombie, var vel fagnað þegar hann gekk á leið í búrið. Jung byrjaði bardagann af krafti og var snemma búinn að kýla Edgar niður. Jung fylgdi Edgar eftir í gólfið og reyndi að klára með höggum en Edgar sýndi hetjulega baráttu til að halda sér í bardaganum.Dómarinn var nokkrum sinnum nálægt því að stöðva bardagann en Edgar náði á endanum að koma sér upp. Þar beið hans ekkert nema fleiri þung högg frá Jung. Jung kýldi Edgar aftur niður með flottri fléttu og steig dómarinn þá inn og stöðvaði bardagann réttilega. Frábær frammistaða og glæsilegur sigur hjá Jung.Edgar hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum og spurning hversu lengi þessi 38 ára gamli bardagamaður ætlar að halda áfram. Jung óskaði eftir titilbardaga en hann hefur unnið tvo bardaga í röð, báða með rothöggi í fyrstu lotu og báða á þessu ári.Þeir Volkan Oezdemir og Aleksander Rakic mættust í næstsíðasta bardaga kvöldsins og var bardagi þeirra frábær. Oezdemir sigraði eftir klofna dómaraákvörðun í hnífjöfnum bardaga en sigurinn hefði getað dottið beggja vegna.Þetta var síðasta bardagakvöld ársins hjá UFC. Öll úrslit bardagakvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.

Tengd skjöl

MMA

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.