Lífið

Leik­konan sem fór með titil­hlut­verkið í Lolitu er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Sue Lyon og Breski leikarinn James Mason í Lolitu.
Sue Lyon og Breski leikarinn James Mason í Lolitu. Getty

Bandaríska leikkonan Sue Lyon, sem þekktust er fyrir að hafa farið með titilhlutverkið í myndinni Lolita frá árinu 1962, er látin. Hún lést í Los Angeles, 73 ára að aldri, að því er fram kemur í frétt Variety.

Lyon var fjórtán ára þegar hún fór með hlutverk Lolita í samnefndri kvikmynd Stanley Kubrick. 

Phil Syracopoulos, vinur Lyon, segir hana hafa glímt við vanheilsu síðustu ár.

Leiklistarferill Lyon stóð frá 1959 til 1980. Kvikmyndin Lolita byggir á samnefndri bók Vladimir Nabokov og fjallar um barnaníðing, eða miðaldra karlmann sem verður kynferðislega heltekinn af barni.

Lyon vann til Golden Globe verðlauna árið 1963 fyrir frammistöðu sína í Lolitu, sem nýgræðingur ársins.

Lyon fór einnig með hlutverk í kvikmynd John Huston, The Night of the Iguana, og í kvikmyndunum 7 Women og Tony Rome. Hún kom síðast fram í hryllingsmyndinni Alligator frá árinu 1980.

Lyon giftist fimm sínum og lætur eftir sig eina dóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×