Körfubolti

Kvennalið Vals í körfubolta lið ársins 2019

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valur vann alla titla sem í boði voru á árinu 2019.
Valur vann alla titla sem í boði voru á árinu 2019. vísir/daníel

Kvennalið Vals í körfubolta er lið ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna.

Valið var kunngjört á árlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna í Hörpu í kvöld.

Valskonur unnu þrefalt á síðasta tímabili; urðu deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar. Þá hóf Valur þetta tímabil með því að vinna Meistarakeppni KKÍ.

Þetta eru fyrstu stóru titlarnir sem kvennalið Vals í körfubolta vinnur.

Valur vann 37 af 40 keppnisleikjum sínum á árinu 2019.

Auk kvennaliðs Vals í körfubolta voru kvennalið Vals í handbolta og karlalið Selfoss í handbolta tilnefnd sem lið ársins.

Tvö efstu liðin í kjörinu á liði ársins, kvennalið Vals í körfubolta og handbolta, fengu jafn mörg stig (58).

Kvennalið Vals í körfubolta var í efsta sæti á fleiri atkvæðaseðlum en kvennalið Vals í handbolta og hlaut því nafnbótina lið ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×