Lífið samstarf

Hátíð matgæðinga í Hörpu

Matarmarkaður Íslands kynnir
Einstakt tækifæri gefst um helgina til að smakka spennandi matarnýjungar í Hörpu.
Einstakt tækifæri gefst um helgina til að smakka spennandi matarnýjungar í Hörpu. Helga Björnsdóttir

„Það skapast alltaf sérstök stemning á matarmarkaði sem ekki er hægt að lýsa. Þetta er alveg einstök upplifun,“ segir Hlédís Sveinsdóttir, sem stendur að Matarmarkaði Íslands í Hörpu ásamt Eirný Ósk Sigurðardóttur.  Markaðurinn er um helgina og er opið frá klukkan 11 til klukkan 17, laugardag og sunnudag. Er þetta áttunda árið sem þær halda matarmarkaði saman. Yfir fjörutíu matvælaframleiðendur taka þátt og bjóða upp á ljúffengan mat sem bragð er að. Hlédís segir markaðinn frábært tækifæri til að kynnast einstakri matarmenningu.

Og Náttúra verður á markaðnum um helgina.Helga Björnsdóttir

Matarhandverk alls engin bóla „Á markaðnum komast neytendur í sérstakar vörur sem ekki er hægt að nálgast annarsstaðar og geta talað beint við framleiðandann. Þetta eru eiginlega „matarhetjur" þessir framleiðendur. Margir koma langt að, hafa búið til hráefnið, unnið það og pakkað og eru núna mættir til að selja sjálfir í Hörpu þessa helgi. Ástríða þessa fólks smitar út frá sér. Matarhandverk styrkist með hverju árinu og það fjölgar stöðugt í hópi matvælaframleiðenda á Íslandi. Það hefur verið frábært að fylgast með þeirri framþróun sem hefur orðið síðustu ár,“ segir Hlédís enda mikið vatn runnið til sjávar frá því fyrsti matarmarkaðurinn var haldinn í tjaldi fyrir utan verslun Eirnýjar.

„Við Eirný deilum áhuga á matarhandverki, ég kom upphaflega úr verkefninu Beint frá býli og Eirný var með verslunina Búrið sem lagði áherslu á innlent matarhandverk. Hún bjó einnig lengi erlendis og þekkti vel til matarmarkaða og langaði til að halda matarmarkað á Íslandi. Við byrjuðum bara í tjaldi fyrir utan verslunina hennar og þar stóðu framleiðendur vaktina í kraftgöllum. Aðsóknin var frábær og tjaldið troðfylltist alltaf. Annað árið var þetta orðið allt of umfangsmikið fyrir eitt tjald og við fengum þá klikkuðu hugmynd að halda markaðinn í Hörpu. Nú er hann haldinn tvisvar til þrisvar á ári, í byrjun mars og fyrir jól og stundum yfir sumartímann líka.“ 

William Óðinn Lefever verður með chili sósuna Beru á markaðnum um helgina. Sjá myndband:

 

 

Kynna uppruna matarins fyrir ungu kynslóðinniUmhyggja, uppruni og upplifun eru einkunnarorð markaðarins. Hlédís segir mikilvægt að fræða komandi kynslóðir um allan mat, hvaðan hann kemur og hvaða næringu hann inniheldur.  Á markaðnum um helgina verða yngstu gestirnir sérstaklega velkomnir og boðið í skemmtilegan ratleik.„Það er okkar að miðla til komandi kynslóða og vekja áhuga þeirra,“ segir Hlédís. „Hvort sem fólk er kjötætur, grænkerar eða vegan er mikilvægt að vita hvaðan maturinn kemur, hvernig hann er unninn og hvað við fáum úr honum. Allt skiptir máli, aðbúnaður, aflífun og eins kolefnissporið sem framleiðslan skilur eftir sig." 

Holt og heiðar eru með spennandi framleiðslu.Helga Björnsdóttir

„Mikilvægast er að matvæli séu hrein og sanngjörn, fyrir jörðina, framleiðendur og neytendur. Á markaðnum fá krakkarnir taupoka sem inniheldur skemmtilegan ratleik. Þau þurfa að fara um markaðinn og svara spurningum um íslensku bragðörkina. Það eru Slow food samtökin á Íslandi sem sjá um ratleikinn og halda hann í samstarfi við okkur, Matís og Matarauð Íslands. Slow food samtökin fanga 30 ára afmæli í dag og er 10. desember dagur móður jarðar. Það er því vel við hæfi að aðalfundur samtakana sé haldinn í salnum Stemmu í Hörpu, sunnudaginn 15. desember klukkan 11. Allir velkomnir og sérstaklega nýjir meðlimir."

Móðir Jörð framleiða lífrænar vörur.Helga Björnsdóttir

Eitthvað fyrir allaHlédís segir fjölbreytileika einkenna markaðinn. Allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá sé bráðsniðugt að gera jólagjafainnkaup á markaðnum. „Það er fátt sem segir jafn skýrt "ég elska þig" og að gefa góðan mat í jólagjöf," segir Hlédís. „Þarna verður hægt að finna allt í aðventusnarlið, hátíðartmatinn og svo verða að venju allskonar spennandi nýjungar eins og sjósaltkaramellusýróp. Fjölbreytnin er svo mikil ár eftir ár og þetta er aldrei sami markaðurinn. Alltaf bætast einhverjar nýjungar við enda verður vöruþróunin til í þessu samtali neytenda og framleiðenda sem skapast á markaðnum.“

Stemningin er einstök á hverju ári.Helga Björnsdóttir

Markaðurinn er opin frá klukkan 11 til klukkan 17 um helgina og aðgangur er ókeypis. 

 

Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir standa fyrir matarmarkaði í Hörpu um helgina.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Matarmarkað Íslands.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.