Sport

Í beinni í dag: For­seta­bikarinn, HM í pílu og ís­lensk körfu­bolta­veisla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tiger Woods og Michael Van Gerwen eru í eldlínunni í dag.
Tiger Woods og Michael Van Gerwen eru í eldlínunni í dag. vísir/getty/samsett

Það vantar ekkert upp á dagskrána á sportrásunum í kvöld en boðið verður up á enska boltann, golf, pílu og Dominos-deild karla í kvöld.

Forsetabikarinn heldur áfram en alþjóðlega liðið hefur verið hlutskarpara fyrstu tvo dagana. Tiger Woods hefur borið bandaríska liðið uppi en hann er ekki af baki dottinn.
HM í pílu byrjar svo einnig í dag en mótið vakti afar mikla athygli á skjáum landsmanna um síðustu jól. Afar skemmtilegt er að fylgjast með mótinu en mikil stemning er í salnum er keppnin fer fram.

Mótið er fram í Barclaycard Arena í Hamburg en útsending hefst klukkan 19.00.
Dominos-deild karla er eins og vanalega á skjám landsmanna á föstudagskvöldum. Haukar og Stjarnan mætast í Ólafssal en Stjarnan hefur verið á flottu skriði en síðar í kvöld mætast svo Þór Þorlákshöfn og topplið Keflavíkur í Þorlákshöfn.

Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans gera svo upp umferðina í næst síðasta þætti Dominos-körfuboltakvöldar á þessu ári en spekingarnir hefja leik klukkan 22.10.

Eins og vanalega má sjá allar beinu útsendingarnar á vef Stöð 2.

Beinar útsendingar í dag:
17.00 QBE Shootout (Stöð 2 Sport 4)
18.20 Haukar - Stjarnan (Stöð 2 Sport)
19.00 HM í pílukasti 2019 (Stöð 2 Sport 2)
19.40 Charlton - Hull City (Stöð 2 Sport 3)
20.00 Forsetabikarinn (Stöð 2 Golf)
20.10 Þór Þ. - Keflavík (Stöð 2 Sport)
22.10 Dominos Körfuboltakvöld (Stöð 2 Sport)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.