Sport

Sara byrjaði þriðja daginn vel og jók forskot sitt í toppsætinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir er í stuði í Dúbaí.
Sara Sigmundsdóttir er í stuði í Dúbaí. Mynd/Youtube/Dubai CrossFit Championship

Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir lítur mjög vel út á CrossFit stórmótinu í Dúbaí.Sara Sigmundsdóttir bætti við forskot sitt í fimmtu greininni á Dubai CrossFit Championship þegar keppni hófst á þriðja keppnisdegi í dag.Sara náði öðrum besta tímanum í fimmtu grein og fékk fyrir vikið 95 stig. Sara var á undan bæði Samönthu Briggs og Karin Frey sem voru í næstu sætum í heildarkeppninni.Sara er komin með samtals 427 stig eftir 195 stig af 200 mögulegum í síðustu tveimur greinum. Sara er núna með fjórtán stiga forskot á Samönthu Briggs frá Bretlandi en tvær greinar eru eftir í dag. Það eru síðan sextán stig niður í þriðja sætið (Karin Frey) og 43 stig niður í fjórða sætið (Jamie Greene).Sara varð aftur á móti að sætta sig við annað sætið í fimmtu greininni á eftir Ástralanum Jamie Greene sem vann yfirburðasigur. Greene var 47 stigum á eftir Söru fyrir greinina og náði því ekki að minnka það forskot Söru mikið.Í fimmtu greininni þurftu keppendur að klára tíu umferðir af því að að lyfta sér fimm sinnum upp í hringjum og ganga síðan tíu metra á höndum.Sara kláraði þessar tíu umferðir á 9 mínútum og 58 sekúndum. Jamie Greene kláraði á 9 mínútum og 16 sekúndum og Karin Frey varð þriðja á 10 mínútum og 21 sekúndu.Stigahæstu konurnar eftir fimm greinar eru:

1. Sara Sigmundsdóttir, Íslandi 427

2. Samantha Briggs, Bretlandi 413

3. Karin Frey, Slóvakíu 411

4. Jamie Greene, Ástralíu 385

5. Gabriela Migala, Póllandi 382

6. Alessandra Pichelli, Ítalíu 377

7. Emily Rolfe, Kanada 376

8. Julie Hougård, Danmörku 365

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.