Lífið

Leikarinn Danny Aiello er látinn

Eiður Þór Árnason skrifar
Aiello lærði aldrei leiklist en sagðist hafa nýtt sér lífsreynslu sína í hlutverkum sínum.
Aiello lærði aldrei leiklist en sagðist hafa nýtt sér lífsreynslu sína í hlutverkum sínum. Getty/Patrick McMullan

Bandaríski leikarinn Danny Aiello, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Sal í kvikmyndinni Do the Right Thing, er látinn 86 ára að aldri.

Fulltrúi fjölskyldu hans tilkynnti fjölmiðlum þetta í dag. Hann er sagður hafa látist á sjúkrastofnun í New Jersey þar sem hann hlaut aðhlynningu eftir skyndileg veikindi.

Aiello hefur leikið yfir hundrað hlutverk á ferli sínum, þar af mörg þekkt og bitastæð á borð við Jonny Cammareri í Moonstruck og Tony Rosato í The Godfather II. Hann hlaut tilnefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í myndinni Do the Right Thing.

Hann fæddist á Manhattan í New York og var yngstur sex systkina. Móðir hans fæddist í Napólí á Ítalíu og giftist föður hans þegar hún var fimmtán ára gömul.

Aiello átti skrautlega ævi og hefur lýst því þegar hann hætti í skóla eftir áttunda bekk og tók þátt í ránum sem hluti af glæpagengi á sínum yngri árum.

Í ævisögu sinni sem kom út árið 2014 greindi hann frá æsku sinni og heimsóknum sínum til föður síns sem þá var í fangelsi.

Hér fyrir neðan má sjá Danny Aiello sýna meistaraleik sem eigandi pizzastaðsins Sal's í kvikmyndinni Do the Right Thing.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.