Krakkaliðið sem Liverpool mun væntanlega stilla upp á móti Aston Villa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 10:30 Harvey Elliott verður væntanlega yngsti leikmaður byrjunarliðs Liverpool á móti Aston Villa en kannski sá frægasti. Getty/ Andrew Powell Bestu leikmenn Liverpool eru komnir til Katar en eftir standa ungir og óreyndir strákar sem þurfa að halda upp heiðri félagsins annað kvöld. Blaðamaður frá Liverpool sem þekkir liðið vel hefur stillt upp mögulegu byrjunarliði Liverpool í átta liða úrslitum enska deildabikarsins á móti Aston Villa og það er athyglisvert svo ekki sé meira sagt. Aðallið Liverpool er á leið til Katar þar sem liðið spilar í undanúrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða á miðvikudagskvöldið. Leikurinn á móti Aston Villa fer fram á Villa Park á þriðjudagskvöldið. Leikurinn hefst klukkan 19.40 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Liverpoool verður ekki aðeins án sinna tuttugu bestu manna í leiknum heldur eru tveir af þeim efnilegustu að glíma við meiðsli en það eru þeir Adam Lewis og Rhian Brewster. One 16-year-old Three 17-year-olds Three 18-year-olds The oldest player is 22 Liverpool's line-up for the Carabao Cup is now clear - and it'll be a miracle if they win #LFChttps://t.co/ZJ4geOgPvR— GiveMeSport Football (@GMS__Football) December 15, 2019 Líklegt byrjunarlið Liverpool á móti Aston Villa: Markvörður | Caoimhin Kelleher | 21 árs Hægri bakvörður | Ki-Jana Hoever | 17 ára Miðvörður | Sepp van den Berg | 17 ára Miðvörður | Morgan Boyes | 18 ára Vinstri bakvörður | Yasser Larouci | 18 ára Miðjumaður | Pedro Chirivella | 22 ára Miðjumaður | Herbie Kane | 21 árs Miðjumaður | Isaac Christie-Davies | 22 ára Hægri kantur| Harvey Elliott | 16 ára Vinstri kantur | Luis Longstaff | 18 ára Framherji | Layton Stewart | 17 ára Það er síðan búist við því að Billy Koumetio, Tony Gallacher, Leighton Clarkson, Elijah Dixon-Bonner, Jake Cain, Fidel O’Rourke og Jack Bearne verði einnig í leikmannahópnum. Neil Critchley mun stýra liðinu en hann er þjálfari 23 ára liðs Liverpool og þekkir því þessa ungu menn mjög vel. Aston Villa hefur kannski aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum en liðið fær gullið tækifæri til að komast í undanúrslitin á móti svona ungu og reynslulitlu Liverpool liði. Það verður áhugavert hvernig muni ganga hjá þessu krakkaliði Liverpool og auðvitað hálfgert kraftaverk ef þeir kæmust áfram. Reynsla þeirra að spila svona leik verður aftur á móti seint metin til fulls. Enski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Bestu leikmenn Liverpool eru komnir til Katar en eftir standa ungir og óreyndir strákar sem þurfa að halda upp heiðri félagsins annað kvöld. Blaðamaður frá Liverpool sem þekkir liðið vel hefur stillt upp mögulegu byrjunarliði Liverpool í átta liða úrslitum enska deildabikarsins á móti Aston Villa og það er athyglisvert svo ekki sé meira sagt. Aðallið Liverpool er á leið til Katar þar sem liðið spilar í undanúrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða á miðvikudagskvöldið. Leikurinn á móti Aston Villa fer fram á Villa Park á þriðjudagskvöldið. Leikurinn hefst klukkan 19.40 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Liverpoool verður ekki aðeins án sinna tuttugu bestu manna í leiknum heldur eru tveir af þeim efnilegustu að glíma við meiðsli en það eru þeir Adam Lewis og Rhian Brewster. One 16-year-old Three 17-year-olds Three 18-year-olds The oldest player is 22 Liverpool's line-up for the Carabao Cup is now clear - and it'll be a miracle if they win #LFChttps://t.co/ZJ4geOgPvR— GiveMeSport Football (@GMS__Football) December 15, 2019 Líklegt byrjunarlið Liverpool á móti Aston Villa: Markvörður | Caoimhin Kelleher | 21 árs Hægri bakvörður | Ki-Jana Hoever | 17 ára Miðvörður | Sepp van den Berg | 17 ára Miðvörður | Morgan Boyes | 18 ára Vinstri bakvörður | Yasser Larouci | 18 ára Miðjumaður | Pedro Chirivella | 22 ára Miðjumaður | Herbie Kane | 21 árs Miðjumaður | Isaac Christie-Davies | 22 ára Hægri kantur| Harvey Elliott | 16 ára Vinstri kantur | Luis Longstaff | 18 ára Framherji | Layton Stewart | 17 ára Það er síðan búist við því að Billy Koumetio, Tony Gallacher, Leighton Clarkson, Elijah Dixon-Bonner, Jake Cain, Fidel O’Rourke og Jack Bearne verði einnig í leikmannahópnum. Neil Critchley mun stýra liðinu en hann er þjálfari 23 ára liðs Liverpool og þekkir því þessa ungu menn mjög vel. Aston Villa hefur kannski aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum en liðið fær gullið tækifæri til að komast í undanúrslitin á móti svona ungu og reynslulitlu Liverpool liði. Það verður áhugavert hvernig muni ganga hjá þessu krakkaliði Liverpool og auðvitað hálfgert kraftaverk ef þeir kæmust áfram. Reynsla þeirra að spila svona leik verður aftur á móti seint metin til fulls.
Enski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira