Banaslys á Suðurlandsvegi: Ók yfir hámarkshraða og alltof hratt miðað við aðstæður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2019 09:45 Mynd frá lögreglunni á Suðurlandi sem sýnir för í vegkantinum sem liggja síðan aftur upp að veginum. Ökumaður sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi í apríl 2018 ók yfir hámarkshraða og alltof hratt miðað við aðstæður. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt á vefnum í gær. Maðurinn sem lést var 23 ára og frá Singapúr. Slysið varð að kvöldi 4. apríl í fyrra. Toyota Yaris-bifreið var ekið vestur Suðurlandsvega að Höfðabrekku en í bifreiðinni var ökumaður ásamt tveimur farþegum. Allir voru með öryggisbelti spennt. Slysinu er svo lýst með eftirfarandi hætti í skýrslu rannsóknarnefndarinnar: „Þegar bifreiðinni var ekið yfir blindhæð á þjóðveginum skammt austan við Höfðabrekku varð stefnubreyting á bifreiðinni þannig að hún fór út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu. Ökumaður bifreiðarinnar reyndi líklega að beygja bifreiðinni aftur inn á veginn með því að snúa stýrinu til vinstri. Bifreiðin snérist í vegkantinum og valt nokkrum sinnum. Farþegar í bifreiðinni hlutu minniháttar meiðsl í slysinu en ökumaður bifreiðarinnar lést af völdum áverka sem hann hlaut.“ Björgunaraðilar, sem kallaðir voru til vegna slyssins, sögðu að mjög hvasst hefði verið á vettvangi. Leyfður hámarkshraði á vettvangi er 90 kílómetrar á klukkustund við bestu aðstæður. Farþegar í bílnum lýsa því hins vegar að ökumaðurinn hafi ekið á milli 100 og 120 kílómetra hrað þegar slysið varð. Þá lýsti vitni að framúrakstri því að bílnum hefði verið ekið á mjög miklum hraða um fimm til tíu mínútum áður en slysið varð. Orsakir slyssins að mati rannsóknarnefndarinnar eru þær að ökumaður ók yfir hámarkshraða og allt of hratt miðað við aðstæður. Sterk vindhviða kom á bílinn á sama tíma og honum var ekið upp á blindhæð. Þá var rásfesta hjólbarða mögulega mismikil.Skýrslu rannsóknarnefndarinnar má sjá hér. Lögreglumál Mýrdalshreppur Umferðaröryggi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ökumaður sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi í apríl 2018 ók yfir hámarkshraða og alltof hratt miðað við aðstæður. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt á vefnum í gær. Maðurinn sem lést var 23 ára og frá Singapúr. Slysið varð að kvöldi 4. apríl í fyrra. Toyota Yaris-bifreið var ekið vestur Suðurlandsvega að Höfðabrekku en í bifreiðinni var ökumaður ásamt tveimur farþegum. Allir voru með öryggisbelti spennt. Slysinu er svo lýst með eftirfarandi hætti í skýrslu rannsóknarnefndarinnar: „Þegar bifreiðinni var ekið yfir blindhæð á þjóðveginum skammt austan við Höfðabrekku varð stefnubreyting á bifreiðinni þannig að hún fór út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu. Ökumaður bifreiðarinnar reyndi líklega að beygja bifreiðinni aftur inn á veginn með því að snúa stýrinu til vinstri. Bifreiðin snérist í vegkantinum og valt nokkrum sinnum. Farþegar í bifreiðinni hlutu minniháttar meiðsl í slysinu en ökumaður bifreiðarinnar lést af völdum áverka sem hann hlaut.“ Björgunaraðilar, sem kallaðir voru til vegna slyssins, sögðu að mjög hvasst hefði verið á vettvangi. Leyfður hámarkshraði á vettvangi er 90 kílómetrar á klukkustund við bestu aðstæður. Farþegar í bílnum lýsa því hins vegar að ökumaðurinn hafi ekið á milli 100 og 120 kílómetra hrað þegar slysið varð. Þá lýsti vitni að framúrakstri því að bílnum hefði verið ekið á mjög miklum hraða um fimm til tíu mínútum áður en slysið varð. Orsakir slyssins að mati rannsóknarnefndarinnar eru þær að ökumaður ók yfir hámarkshraða og allt of hratt miðað við aðstæður. Sterk vindhviða kom á bílinn á sama tíma og honum var ekið upp á blindhæð. Þá var rásfesta hjólbarða mögulega mismikil.Skýrslu rannsóknarnefndarinnar má sjá hér.
Lögreglumál Mýrdalshreppur Umferðaröryggi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira