Sport

Ellefu ára með skilti á Yankees-vellinum en nú með stærsta samninginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cole á blaðamannafundinum í gær með skiltið góða.
Cole á blaðamannafundinum í gær með skiltið góða. vísir/getty

Kastarinn Gerritt Cole skrifaði undir ótrúlegan samning við NY Yankees í gær og á blaðamannafundinum mætti hann með frægt skilti sem hann hélt á sem stuðningsmaður liðsins aðeins elleu ára gamall.

Á skiltinu stendur „Stuðningsmaður Yankees í dag, á morgun, að eilífu.“ Draumar rætast því 18 árum síðar er hann orðinn leikmaður Yankees og fær 324 milljónir dollara fyrir níu ára samning. Það er stærsti samningur í sögu MLB-deildarinnar.

Foreldrar hans hentu aldrei skiltinu góða og grófu það upp á dögunum. Er það fannst kom aldrei annað til greina en að mæta með það á blaðamannafundinn.Cole hefði getað farið til Yankees árið 2008 er hann var valinn af liðinu númer 28 í nýliðavalinu. Hann hafnaði því þá og fór í UCLA-háskólann. Þremur árum síðar var hann valinn númer eitt í nýliðavalinu af Pittsburgh.

„Það hefur alltaf verið minn draumur að spila fyrir Yankees og ég fékk annað tækifæri,“ sagði Cole á blaðamannafundinum í gær. „Ég er hér. Ég hef alltaf verið hér.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.