Enski boltinn

Stjórnar­­­mennirnir brjálaðir út í breytta liðs­­­upp­­­­­stillingu Silva sem gæti fengið sparkið í dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marco Silva á hliðarlínunni í gær, skömmu eftir sigurmark Leicester.
Marco Silva á hliðarlínunni í gær, skömmu eftir sigurmark Leicester. vísir/getty
Marco Silva gæti verið rekinn frá Everton en vonlaust gengi félagsins hélt áfram í gær er liðið tapaði 2-1 fyrir Leicester City á útivelli í enska boltanum.Síðan í byrjun októbermánaðar hefur Everton einungis náð í sjö stig af 21 mögulegum og tvö töp í röð gegn Norwich og Leicester hafa aukið pressuna verulega undir Silva.Stjórnarmenn Everton eru taldir hittast í dag og þá gæti Silva fengið sparkið en stjórnarmennirnir eru sagðir verulega ósáttir með skiptingar Silva í leiknum í gær sem og liðsuppstillinguna.Everton hefur verið að spila 4-3-3 undir stjórn Silva en í gær þá var því breytt og farið í 5-4-1/3-4-3. Þetta eru stjórnarmenn Everton taldir allt annað en sáttir með.Silva virtist einnig sætta sig við eitt stig í leiknum í gær er hann skipti Morgan Schneiderlin inn fyrir Alex Iwobi.Það verður fróðlegt að sjá hvort búið verður að reka stjóra Gylfa Sigurðssonar í dag en liðið leikur gegn Liverpool á miðvikudag.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.