Enski boltinn

Stjórnar­­­mennirnir brjálaðir út í breytta liðs­­­upp­­­­­stillingu Silva sem gæti fengið sparkið í dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marco Silva á hliðarlínunni í gær, skömmu eftir sigurmark Leicester.
Marco Silva á hliðarlínunni í gær, skömmu eftir sigurmark Leicester. vísir/getty

Marco Silva gæti verið rekinn frá Everton en vonlaust gengi félagsins hélt áfram í gær er liðið tapaði 2-1 fyrir Leicester City á útivelli í enska boltanum.

Síðan í byrjun októbermánaðar hefur Everton einungis náð í sjö stig af 21 mögulegum og tvö töp í röð gegn Norwich og Leicester hafa aukið pressuna verulega undir Silva.

Stjórnarmenn Everton eru taldir hittast í dag og þá gæti Silva fengið sparkið en stjórnarmennirnir eru sagðir verulega ósáttir með skiptingar Silva í leiknum í gær sem og liðsuppstillinguna.

Everton hefur verið að spila 4-3-3 undir stjórn Silva en í gær þá var því breytt og farið í 5-4-1/3-4-3. Þetta eru stjórnarmenn Everton taldir allt annað en sáttir með.

Silva virtist einnig sætta sig við eitt stig í leiknum í gær er hann skipti Morgan Schneiderlin inn fyrir Alex Iwobi.

Það verður fróðlegt að sjá hvort búið verður að reka stjóra Gylfa Sigurðssonar í dag en liðið leikur gegn Liverpool á miðvikudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.