Innlent

Sjöundi hver landsmaður er innflytjandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Beðið eftir strætó.
Beðið eftir strætó. Vísir/vilhelm
Innflytjendur á Íslandi voru 50.272 í upphafi árs. Það gerir rúmlega 14 prósent mannfjöldans. Samantekt Hagstofunnar gefur til kynna að innflytjendum hafi fjölgað umtalsvart frá fyrra ári, þegar þeir voru tæplega 44 þúsund talsins eða 13 prósent landsmanna. Fjölgun innflytjenda er enn meiri sé litið lengra aftur, þannig voru þeir 8 prósent landsmanna árið 2012.Í samantekt Hagstofunnar er innflytjandi sagður „einstaklingur sem er fæddur erlendis og á foreldra sem einnig eru fæddir erlendis, svo og báðir afar og ömmur.“ Þeir sem teljast til innflytjenda af annarri kynslóð eru þau sem fædd eru á Íslandi og eiga foreldra sem báðir eru innflytjendur. Í þeim hópi fjölgaði einnig á milli ára, innflytjendur af annarri kynslóð voru 4.861 í fyrra en eru nú 5.263.Samanlagt er fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 15,6 prósent af mannfjöldanum og hefur það hlutfall aldrei verið hærra. Einstaklingum með erlendan bakgrunn, öðrum en innflytjendum, fjölgaði einnig lítillega milli ára, og eru nú 6,9 prósent mannfjöldans. Það er fólk sem á erlent foreldri eða er fætt erlendis og á foreldra sem fæddir eru hér á landi.Pólverjar eru eftir sem áður fjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi og telja þeir rúmlega 38 prósent innflytjenda. Þar á eftir koma einstaklingar frá Litháen, sem eru 5,8 prósent, og frá Filippseyjum, 3,9 prósent. Tveir af hverjum þremur innflytjendum búa á höfuðborgarsvæðinu en hlutfall innflytjenda af mannfjölda var hæst á Suðurnesjum eða 26,6 prósent að því er fram kemur í samantekt Hagstofunnar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.