Sport

Í beinni í dag: Stjörnum prýtt golfmót og botnslagur í Hólminum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jon Rahm stefnir á að vinna Hero World Challenge mótið annað árið í röð.
Jon Rahm stefnir á að vinna Hero World Challenge mótið annað árið í röð. vísir/getty
Sýnt verður beint frá tveimur viðburðum á sportrásum Stöðvar 2 í dag.Klukkan 18:00 hefst bein útsending frá Hero World Challenge á Stöð 2 Golf.Hero World Challenge er mót sem Tiger Woods hefur haldið í desember hvert ár síðan 2000. Átján af fremstu kylfingum heims taka þátt. Þeirra á meðal eru sigurvegari síðasta árs, Jon Rahm, Rickie Fowler, Justin Rose, Jordan Spieth og Woods sjálfur.Klukkan 19:15 hefst svo leikur Snæfells og Grindavíkur í Domino's deild kvenna. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Snæfell, sem hefur tapað sex leikjum í röð, er í 6. sæti deildarinnar. Grindavík er í áttunda og neðsta sætinu án stiga.Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá sportrása Stöðvar 2 má sjá hér.Beinar útsendingar í dag:

18:00 Hero World Challenge, Stöð 2 Golf

19:05 Snæfell - Grindavík, Stöð 2 Sport

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.