Sport

Í beinni í dag: Stjörnum prýtt golfmót og botnslagur í Hólminum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jon Rahm stefnir á að vinna Hero World Challenge mótið annað árið í röð.
Jon Rahm stefnir á að vinna Hero World Challenge mótið annað árið í röð. vísir/getty

Sýnt verður beint frá tveimur viðburðum á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Klukkan 18:00 hefst bein útsending frá Hero World Challenge á Stöð 2 Golf.

Hero World Challenge er mót sem Tiger Woods hefur haldið í desember hvert ár síðan 2000. Átján af fremstu kylfingum heims taka þátt. Þeirra á meðal eru sigurvegari síðasta árs, Jon Rahm, Rickie Fowler, Justin Rose, Jordan Spieth og Woods sjálfur.

Klukkan 19:15 hefst svo leikur Snæfells og Grindavíkur í Domino's deild kvenna. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Snæfell, sem hefur tapað sex leikjum í röð, er í 6. sæti deildarinnar. Grindavík er í áttunda og neðsta sætinu án stiga.

Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá sportrása Stöðvar 2 má sjá hér.

Beinar útsendingar í dag:
18:00 Hero World Challenge, Stöð 2 Golf
19:05 Snæfell - Grindavík, Stöð 2 SportAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.