Sport

Stjúpdóttir Harris var skotin til bana | Saksóknari fer fram á dauðarefsingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Walt Harris.
Walt Harris. vísir/getty

Það hefur nú verið staðfest að hin 19 ára gamla Aniah Blancard, stjúpdóttir UFC-kappans Walt Harris, var skotin til bana í Alabama.

Líkamsleifar hennar fundust rúmum mánuði eftir að hún hvarf í Alabama. Sást til hins þrítuga Ibraheem Yazeed ýta henni inn í bíl sinn á bensínstöð og keyra í burtu. Blanchard sást aldrei aftur.


 
 
 
View this post on Instagram
A post shared by Walt Harris (@thebigticket205) on


Búið er að ákæra Yazeed fyrir morð og saksóknari fer fram á dauðarefsingu yfir honum.

Yazeed var á skilorði er hann var handtekinn. Hann hafði áður verið dæmdur fyrir mannrán og morðtilraun.

MMA

Tengdar fréttir

Stjúpdóttir UFC-kappa fannst látin í Alabama

UFC-fjölskyldan syrgir þessa dagana eftir að staðfest var að lík sem fannst í Alabama á dögunum er af 19 ára gamalli stjúpdóttur Walt Harris sem berst hjá sambandinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.