Sport

Stjúpdóttir UFC-kappa fannst látin í Alabama

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Walt Harris.
Walt Harris. vísir/getty
UFC-fjölskyldan syrgir þessa dagana eftir að staðfest var að lík sem fannst í Alabama á dögunum er af 19 ára gamalli stjúpdóttur Walt Harris sem berst hjá sambandinu.

Flestir óttuðust það versta er Aniah Blanchard hvarf þann 23. október og nú hefur sú gruni verið staðfestur.

Þrír hafa verið handteknir vegna málsins og hinn þrítugi Ibraheem Yazeed hefur verið kærður fyrir mannrán og verður væntanlega einnig kærður fyrir morð. Vitni sá hann kasta stúlkunni inn í bíl sinn á bensínstöð og keyra burt. Öryggismyndavélar sýndu hann og stúlkuna inn í bensínstöðinni á sama tíma.

Yazeed var á reynslulausn er hann var handtekinn. Þá einmitt fyrir mannrán og morðtilraun.

Er bíll Yazeed fannst kom í ljós að mikið af blóði var í bílnum og augljóslega mikið gengið á. Hann neitaði að gefa upp hvar stúlkan væri en líkamsleifar hennar fundust á dögunum inn í skógi og rannsókn á þeim leiddi í ljós að þar lá Blanchard.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.