Sport

Í beinni í dag: Valdís Þóra í eldlínunni og stórleikur í Mílanó

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valdís Þóra þarf að gera betur í dag en í gær.
Valdís Þóra þarf að gera betur í dag en í gær. vísir/getty

Fimm viðburðir verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Valdís Þóra Jónsdóttir verður áfram í eldlínunni á Magical Kenya Ladies Open, síðasta móti tímabilsins á Evrópumótaröðinni.

Eftir fyrsta hringinn á mótinu í Keníu er Valdís Þóra í 56. sæti á fjórum höggum yfir pari. Skagakonan þarf að ná góðum árangri á mótinu til að halda keppnisrétti sínum á Evrópumótaröðinni.

Einnig verður sýnt beint frá AfrAsia Bank Mauritius Open, öðru móti tímabilsins á Evrópumótaröð karla, og þriðja hring Hero World Challenge, boðsmóti Tigers Woods.

Inter tekur á móti Roma í stórleik í ítölsku úrvalsdeildinni. Með sigri eykur Inter forskot sitt á toppnum í fjögur stig.

Þá verður sýnt beint frá leik Villarreal og Atlético Madrid í spænsku úrvalsdeildinni. Atlético, sem tapaði naumlega fyrir Barcelona í síðustu umferð fer upp í 4. sætið með sigri.

Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá sportrása Stöðvar 2 má sjá hér.

Beinar útsendingar í dag:
08:30 AfrAsia Bank Mauritius Open, Stöð 2 Golf
11:30 Magical Kenya Ladies Open, Stöð 2 Sport 4
16:00 Hero World Challenge, Stöð 2 Golf
19:40 Inter - Roma, Stöð 2 Sport
19:55 Villarreal - Atlético Madrid, Stöð 2 Sport 2Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.