Sport

Í beinni í dag: Valdís Þóra í eldlínunni og stórleikur í Mílanó

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valdís Þóra þarf að gera betur í dag en í gær.
Valdís Þóra þarf að gera betur í dag en í gær. vísir/getty
Fimm viðburðir verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 í dag.Valdís Þóra Jónsdóttir verður áfram í eldlínunni á Magical Kenya Ladies Open, síðasta móti tímabilsins á Evrópumótaröðinni.Eftir fyrsta hringinn á mótinu í Keníu er Valdís Þóra í 56. sæti á fjórum höggum yfir pari. Skagakonan þarf að ná góðum árangri á mótinu til að halda keppnisrétti sínum á Evrópumótaröðinni.Einnig verður sýnt beint frá AfrAsia Bank Mauritius Open, öðru móti tímabilsins á Evrópumótaröð karla, og þriðja hring Hero World Challenge, boðsmóti Tigers Woods.Inter tekur á móti Roma í stórleik í ítölsku úrvalsdeildinni. Með sigri eykur Inter forskot sitt á toppnum í fjögur stig.Þá verður sýnt beint frá leik Villarreal og Atlético Madrid í spænsku úrvalsdeildinni. Atlético, sem tapaði naumlega fyrir Barcelona í síðustu umferð fer upp í 4. sætið með sigri.Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá sportrása Stöðvar 2 má sjá hér.Beinar útsendingar í dag:

08:30 AfrAsia Bank Mauritius Open, Stöð 2 Golf

11:30 Magical Kenya Ladies Open, Stöð 2 Sport 4

16:00 Hero World Challenge, Stöð 2 Golf

19:40 Inter - Roma, Stöð 2 Sport

19:55 Villarreal - Atlético Madrid, Stöð 2 Sport 2
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.