Erlent

Hvíta­birnir gera sig heima­komna í rúss­nesku þorpi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þessi mynd af ísbirni er tekin í dýragarði.
Þessi mynd af ísbirni er tekin í dýragarði. vísir/getty
Rúmlega fimmtíu hvítabirnir hafa gert sig heimakomna í rússnesku þorpi í Chukotka-héraði sem er nyrst í Rússlandi. Öllum samkomum hefur verið aflýst í þorpinu og vopnaðir verðir eru við skólann í þorpinu, ákveði birnirnir að gerast of nærgöngulir.Umhverfissinnar segja loftslagsbreytingum um að kenna en ísinn í grennd við þorpið hefur ekki náð að taka sig nægilega mikið í ári til að birnirnir hætti sér út á hann til veiða. Því leita þeir frekar í mannabyggð að mat.Sumir sérfræðingar segja að bærinn, Ryrkaypiy, þar sem um 700 manns búa,  sé einfaldlega orðinn óbyggilegur, enda verði erfitt að losna við birnina með góðu úr þessu.Vanalega hafast þeir við í um tveggja kílómetra fjarlægð frá bænum áður en þeir leggja út á ísinn og oft hefur sést til bjarna í bænum í gegnum tíðina en aldrei hefur ástandið þó verið eins slæmt og nú.  
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.