Tónlist

Föstudagsplaylisti Rebeccu Scott Lord

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Fyrirtaks föstudagskombó frá Rebeccu.
Fyrirtaks föstudagskombó frá Rebeccu. Þorri Líndal Guðnason
Sviðs-, mynd- og tónlistarkonan Rebecca Scott Lord á heiðurinn að föstudagslagalista vikunnar.Ásamt ýmissa verkefna á sviði og með uppistandshópnum Fyndnustu mínar er Rebecca hluti af tryllingslega tónlistarverkefninu hexhexhex sem nýlega kom fram á sjónarsviðið.Á döfinni hjá henni eru m.a. gjörningur í Norræna húsinu á sunnudaginn, sem er hluti af viðburðaröðinni Af stað! Þar eru hendur Rebeccu þáttastjórnendur matreiðsluþáttar og njóta sérlegrar aðstoðar skemmtarameistarans Vidda Blöndal.Þar að auki verður jólauppistand Fyndnustu minna í Tjarnarbíói þann 13. desember, og ber það titilinn Heilögustu mínar.Rebecca segist hafa hlustað mikið á tónlist frá miðjum fyrsta áratug þessarar aldar undanfarið. Það sýni sig í lagavalinu. „Mörg þessara laga endurspegla mixdiskasafnið mitt.“„Restin af lögunum eru blanda sorgarlaga til að gráta við og laga til að gera sig til og líða heitri við. Heilt yfir alveg fyrirtaks föstudagskombó“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.