Sport

Í bann fyrir að veðja á NFL

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmönnum NFL deildarinnar er bannað að veðja á leiki í deildinni
Leikmönnum NFL deildarinnar er bannað að veðja á leiki í deildinni vísir/getty

Leikmaður NFL liðs Arizona Cardinals, Josh Shaw, hefur verið sett í ótímabundið bann fyrir að veðja á NFL leiki.

Shaw hefur ekki spilað fyrir Cardinals á tímabilinu vegna axlarmeiðsla. Hann hefur hins vegar ekki látið sér leiðast í meiðslunum því NFL deildin segir hann hafa veðjað á fjölda leikja á tímabilinu.

Hann er í banni í það minnsta út tímabilið 2020, en hann hefur þrjá daga til þess að áfrýja banninu.

Samkvæmt rannsókn NFL deildarinnar þá notaði Shaw engar innherjaupplýsingar og þá var ekki sannað að úrslit neinna leikja hefðu verið annað en heiðarleg.

Þá voru hvorki liðsfélagar né þjálfarar Shaw meðvitaðir um veðmálin, leikmaðurinn hefur ekki verið mikið í kringum liðið vegna meiðsla sinna.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.