Sport

Sportpakkinn: Margir af okkar bestu íþróttamönnum hafa komið sterkari til baka eftir erfið meiðsli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Friðrik Ellert með Jóhanni Berg Guðmundssyni sem kom sterkur til baka eftir að hafa slitið krossband á unglingsaldri.
Friðrik Ellert með Jóhanni Berg Guðmundssyni sem kom sterkur til baka eftir að hafa slitið krossband á unglingsaldri. vísir/vilhelm
Sjúkraþjálfarinn Friðrik Ellert Jónsson, sem hefur mikið unnið með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta, segir að margir af bestu íþróttamönnum Íslands hafi komið sterkari til baka eftir erfið meiðsli.„Það tala allir fallega um íslensku leikmennina. Þeir eru samviskusamir að sinna sínu,“ sagði Friðrik í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.„Ef við hugsum um okkar bestu leikmenn; Óla Stef, Eið Smára, Söru Björk, Jóa Berg. Hvað á þetta fólk allt sameiginlegt? Þetta eru allt eiginlega bestu íþróttamennirnir sem við höfum átt. Ég vil meina að alvarleg meiðsli, sem halda mönnum lengi frá, geti gert mann sterkari.“Friðrik var með Albert Guðmundsson, leikmann AZ Alkmaar og íslenska landsliðsins, í meðhöndlun hér á landi í síðustu viku. Friðrik vinnur náið með félagsliðum leikmanna og í fullu samráði við þau þegar landsliðsmenn koma til hans í meðhöndlun.Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Hafa komið sterkari til baka eftir meiðsli
 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.