Innlent

Heims­sýn kvenna og barna og tveir pólar í pólitík í Víg­línunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Úrlausnarefni mannkynsins út frá sjónarhóli kvenna og barna voru ofarlega á baugi í umræðunni í vikunni, á alþjóðlegu þingi leiðtogakvenna og á fyrsta barnaþinginu sem haldið hefur verið hér á landi. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær forystukonurnar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Salvöru Nordal til sín í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi í dag.

Í síðari hluta Víglínunnar mætast þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Þar takast á tveir ólíkur pólar í íslenskum stjórnmálum en Miðflokkurinn fer með himinskautum í könnunum þessa dagana.

Sjá má þáttinn í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.