Spöruðu tugi milljóna í veikindakostnað með því að hugleiða Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 20:00 Eftir að kostnaður við langtímaveikinda varð gríðarlega hár meðal kennara í Borgarholtsskóla ákvað Ársæll Guðmundsson, skólameistari, að leita nýrra leiða. „Veikindi og áreiti vegna snjallsíma var orðið gríðarlegt - og kvíði og þunglyndi og þá skoðuðum við stjórnendur hvort innhverf íhugun gæti hjálpað til,“ segir hann. Þannig að 2017 fóru allir stjórnendur á námskeið í innhverfri íhugun, stunduðu hana heila önn og ákváðu í framhaldi að bjóða öllum kennurum á námskeið. „Og það sem gerðist er að kostnaður vegna langtímaveikinda starfsfólks lækkaði um tvo þriðju. Við erum að tala um tugi milljóna,“ segir hann.Úr 49 milljónum í 15 milljónir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, segir andrúmsloftið í skólanum betra.vísir/egillKostnaðurinn fór nánar tiltekið úr 49 milljónum á ári niður í fimmtán milljónir og telja stjórnendur hugleiðsluna eiga stærstan þátt í því. Einnig hefur komið fram í könnunum og viðtölum að fólki líði almennt mjög vel í starfi. „Að kosta einhverju til, til þess að styrkja einstaklinga í starfi sínu og betri lífsgæði, líða betur og ná smá hugarró, það er peningum mjög vel varið.“ Ársæll segir að árangurinn hafi verið hvatning til að breiða út boðskapinn. „Við ákváðum 2018 að breyta menningunni í skólanum öllum. Að hugleiðsla í sama hvaða formi, yrði partur af Borgarholtsskóla. Að það sé sjálfsagður hlutur að stunda hugleiðslu.“Telma og Sindri segja slökunina róa hugann og auka einbeitinguna.Sjá betri námsárangur Og nú stunda allir nýnemar á framhaldsskólabraut Borgarholtsskóla slökun eða hugleiðslu í skólanum. Tveir nemendur sem rætt var við sögðu gott að byrja daginn í rólegheitum. „Það er rosalega gott að núlla sig í byrjun dags,“ segir Telma Rós. „Maður er rólegri í tímum og maður fær betri einbeitingu.“ Sindri Freyr tekur undir orð Telmu. „Já, maður er einbeittari og ekki eins ofvirkur.“ Kennarar sjá einnig betri námsárangur. „Við teljum okkur sjá árangur af þessu. Þeim gengur betur og þau segja að þetta sé þægilegt, þau fá aukakraft. Eru kannski þreytt þegar þau mæta í skólann en eru endurnærð eftir slökun,“ segir Hrönn Harðardóttir, sviðsstjóri undirbúnings og sérnáms í skólanum. Börn og uppeldi Heilsa Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Eftir að kostnaður við langtímaveikinda varð gríðarlega hár meðal kennara í Borgarholtsskóla ákvað Ársæll Guðmundsson, skólameistari, að leita nýrra leiða. „Veikindi og áreiti vegna snjallsíma var orðið gríðarlegt - og kvíði og þunglyndi og þá skoðuðum við stjórnendur hvort innhverf íhugun gæti hjálpað til,“ segir hann. Þannig að 2017 fóru allir stjórnendur á námskeið í innhverfri íhugun, stunduðu hana heila önn og ákváðu í framhaldi að bjóða öllum kennurum á námskeið. „Og það sem gerðist er að kostnaður vegna langtímaveikinda starfsfólks lækkaði um tvo þriðju. Við erum að tala um tugi milljóna,“ segir hann.Úr 49 milljónum í 15 milljónir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, segir andrúmsloftið í skólanum betra.vísir/egillKostnaðurinn fór nánar tiltekið úr 49 milljónum á ári niður í fimmtán milljónir og telja stjórnendur hugleiðsluna eiga stærstan þátt í því. Einnig hefur komið fram í könnunum og viðtölum að fólki líði almennt mjög vel í starfi. „Að kosta einhverju til, til þess að styrkja einstaklinga í starfi sínu og betri lífsgæði, líða betur og ná smá hugarró, það er peningum mjög vel varið.“ Ársæll segir að árangurinn hafi verið hvatning til að breiða út boðskapinn. „Við ákváðum 2018 að breyta menningunni í skólanum öllum. Að hugleiðsla í sama hvaða formi, yrði partur af Borgarholtsskóla. Að það sé sjálfsagður hlutur að stunda hugleiðslu.“Telma og Sindri segja slökunina róa hugann og auka einbeitinguna.Sjá betri námsárangur Og nú stunda allir nýnemar á framhaldsskólabraut Borgarholtsskóla slökun eða hugleiðslu í skólanum. Tveir nemendur sem rætt var við sögðu gott að byrja daginn í rólegheitum. „Það er rosalega gott að núlla sig í byrjun dags,“ segir Telma Rós. „Maður er rólegri í tímum og maður fær betri einbeitingu.“ Sindri Freyr tekur undir orð Telmu. „Já, maður er einbeittari og ekki eins ofvirkur.“ Kennarar sjá einnig betri námsárangur. „Við teljum okkur sjá árangur af þessu. Þeim gengur betur og þau segja að þetta sé þægilegt, þau fá aukakraft. Eru kannski þreytt þegar þau mæta í skólann en eru endurnærð eftir slökun,“ segir Hrönn Harðardóttir, sviðsstjóri undirbúnings og sérnáms í skólanum.
Börn og uppeldi Heilsa Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira