Innlent

Líkfundur á Granda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Líkið fannst út á granda í dag.
Líkið fannst út á granda í dag. Vísir/Vilhelm
Fullorðinn karlmaður fannst látinn á Granda í Reykjavík í dag. Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Lögreglan óskaði eftir aðstoð björgunarsveitanna sem svöruðu kallinu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, staðfestir að einhverjir tugir björgunarsveitarmanna hafi farið til aðstoðar og leitað á höfuðborgarsvæðinu. Þeirri leit hafi lokið síðdegis.

Ekki leikur grunur á að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×