Fótbolti

Fjórða deildar­mark Jóns Dags og frum­raun Ísaks í úr­vals­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Dagur fagnar markinu í dag.
Jón Dagur fagnar markinu í dag. vísir/getty
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði sitt fjórða deildarmark með AGF er hann skoraði í 4-2 sigri á SönderjyskE í dag.

Jón Dagur skoraði fyrsta mark leiksins með glæsilegu skoti strax á sjöttu mínútu og Bror Blume tvöfaldaði forystuna á 25. mínútu. 2-0 fyrir Árósar-mönnum í hálfleik.

Það var rosalegt fjör í síðari hálfleik en fjögur mörk litu dagsins ljós á átta mínútum. Christian Jakobsen minnkaði muninn en Alexander Munksgaard kom AGF aftur í tveggja marka forystu.Artem Dovbyk minnaði svo muninn á nýjan leik fyrir SönderjyskE en Patrick Mortensen skoraði fjórða mark AGF á 69. mínútu og lokatölur 4-2.

Jón Dagur var tekinn af velli eftir klukkutímaleik en Eggert Jónsson spilaði allan leikinn fyrir SönderjyskE.

Ísak Óli Ólafsson kom inn sem varamaður á 84. mínútu en þetta voru hans fyrstu mínútur í dönsku úrvalsdeildinni eftir að hafa komið frá Keflavík í sumar. Áður hafði hann leikið í danska bikarnum.

AGF er í 4. sæti deildarinnar með 26 stig en SönderjyskE er nú í 10. sæti deildarinnar með 18 stig eftir fjögur töp í röð.

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn á miðju Darmstadt sem gerði 2-2 jafntefli við SSV Jahn Regensburg á heimavelli. Darmstadt komst yfir en Serdar Dursun virtist vera tryggja Sandhausen sigurinn með tveimur mörkum, það síðara á 90. mínútu.Allt kom fyrir ekki og gestirnir jöfnuðu í uppbótartíma og þar við sat. Darmstadt er í 13. sæti deildarinnar á meðan Jahn Regensburg er í sjöunda sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.