Erlent

Car­ter gengst undir heila­að­gerð

Atli Ísleifsson skrifar
Jimmy Carter gegndi embætti forseta Bandaríkjanna á árunum 1977 til 1981.
Jimmy Carter gegndi embætti forseta Bandaríkjanna á árunum 1977 til 1981. AP

Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gærkvöldi lagður inn á sjúkrahús og á hann að gangast undir aðgerð í dag. Er ætlunin að létta á bólgum á heila forsetans aldna, sem orðinn er 95 ára gamall.

Bólgurnar eru raktar til þess að Carter hefur hrasað illa að minnsta kosti þrisvar sinnum á þessu ári.

Næstum því fjórum áratugum eftir að hann lét af embætti hefur heilsa Carters hingað til verið með besta móti, hann hefur kennt í sunnudagaskóla reglulega í heimabæ sínum í Georgíu og verið ötull talsmaður friðar í heiminum.

Hann barðist við illvígt krabbamein árið 2015 en vann bug á því, þvert á spár lækna.

Carter gegndi embætti forseta Bandaríkjanna á árunum 1977 til 1981.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.