Erlent

Car­ter gengst undir heila­að­gerð

Atli Ísleifsson skrifar
Jimmy Carter gegndi embætti forseta Bandaríkjanna á árunum 1977 til 1981.
Jimmy Carter gegndi embætti forseta Bandaríkjanna á árunum 1977 til 1981. AP

Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gærkvöldi lagður inn á sjúkrahús og á hann að gangast undir aðgerð í dag. Er ætlunin að létta á bólgum á heila forsetans aldna, sem orðinn er 95 ára gamall.Bólgurnar eru raktar til þess að Carter hefur hrasað illa að minnsta kosti þrisvar sinnum á þessu ári.Næstum því fjórum áratugum eftir að hann lét af embætti hefur heilsa Carters hingað til verið með besta móti, hann hefur kennt í sunnudagaskóla reglulega í heimabæ sínum í Georgíu og verið ötull talsmaður friðar í heiminum.Hann barðist við illvígt krabbamein árið 2015 en vann bug á því, þvert á spár lækna.Carter gegndi embætti forseta Bandaríkjanna á árunum 1977 til 1981.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.