Sport

Stal ís í beinni útsendingu | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frá leik hjá Hurricanes.
Frá leik hjá Hurricanes. vísir/getty

Áhorfendur á leik Carolina Hurricanes og Ottawa Senators í NHL-deildinni urðu vitni að „glæp“ í beinni.

Hress stuðningsmaður tók þá ís af öðrum áhorfanda án þess að eigandi íssins tæki eftir neinu.Sá er stal ísnum ætlaði reyndar að laumast til þess að skila ísnum, eftir að hafa smakkað smá, en hætti við er eigandinn varð þess var að ísinn var horfinn.

Einhverjir telja að þetta atriði hafi verið sviðsett enda var það síðar sýnt á risaskjánum á vellinum. Engu að síður skemmtilegt og vel heppnað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.