Lífið

Ís­lensk stúlka féll úr lest og slær nú í gegn á Inter­netinu

Sylvía Hall skrifar
Myndbandið hefur vægast sagt slegið í gegn.
Myndbandið hefur vægast sagt slegið í gegn. Skjáskot
Myndband af hinni 24 ára gömlu Kötlu Tómasdóttur hefur farið eins og eldur um sinu á Internetinu undanfarna daga. Á myndbandinu er hún er í keppni við vin sinn um hvort þeirra geti hangið lengur á handriði í neðanjarðarlest í Kaupmannahöfn.

Keppnin fór ekki betur en svo að Katla missir að lokum takið á handriðinu og fellur til jarðar á meðan vinur hennar heldur sem fastast í handriðið.

Við fallið missir hún jafnvægið, dettur aftur fyrir sig þegar hurðin er opin og endar á lestarpallinum fyrir utan lestina. Hurðin lokast og Katla situr eftir, skælbrosandi enda nokkuð skrautlegt atvik.

Myndbandið var tekið upp af vinkonu Kötlu, Emblu Rut, þegar hún og kærasti hennar voru á ferðalagi í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum. Síðan þá hefur það slegið rækilega í gegn á skemmtisíðum á Instagram og Reddit og hefur einnig verið til umfjöllunar hjá Daily Mail.

Hér að neðan má sjá myndbandið af atvikinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×