Tónlist

Föstudagsplaylisti Sturlu Sigurðarsonar

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Riffasmiður á RIFF.
Riffasmiður á RIFF.
Sturla Sigurðsson, sem meðal annars er meðlimur hljómsveitanna Brött brekka, Man Kind og Bucking Fastards, setti saman djúpt sokkinn indípönk og óhljóðalagalista til að fagna upphafi vetrar og plötuútgáfum dagsins.

Önnur plata Brött brekka (meðlimir sveitarinnar vilja taka það fram að nafn hennar beygist ekki) kom út hjá Why Not? plötum í dag. Ber hún titilinn Suicidial Brand Loyalty.

Fyrsta plata sveitarinnar Laura Secord kom einnig út á vegum Why Not? platna í dag. Einn meðlimur þeirrar sveitar, Alison MacNeil, tók einmitt upp nýju Brött brekka plötuna. Hún setti líka saman lagalista fyrir Vísi fyrir tveimur vikum síðan.  

Brött brekka munu spila á fjórum tónleikum á meðan Iceland Airwaves hátíðinni stendur, og þá helst til þess að fagna útgáfu plötunnar nýju.  

„Þú og allir aðrir fá verðlaun ef þið getið hlustað á þetta í gegn,“ sagði Sturla þegar hann var spurður út í lagavalið. Við mælum heilshugar með því að lesendur taki áskoruninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×